Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   mán 15. febrúar 2021 14:18
Magnús Már Einarsson
ÍA fær varnarmann sem ólst upp hjá Chelsea (Staðfest)
Alex Davey á æfingu hjá Chelsea.
Alex Davey á æfingu hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
ÍA hefur samið við enska varnarmanninn Alex Davey en félagið staðfesti þetta í dag.

Hinn 26 ára gamli Alex kemur til ÍA frá Tampa Bay Rowdies í næstefstu deild í Bandaríkjunum.

Alex var í unglingaliðum Chelsea en hann var hjá félaginu þar til hann varð 22 ára. Hann spilaði meðal annars með Nathan Ake, núverandi varnarmanni Manchester City, í hjarta varnarinnar í U21 ára liði Chelsea á sínum tíma.

Alex fór til Scunthorpe, Peterborough og Crawley á láni í ensku C og D-deildinni á meðan hann var hjá Chelsea sem og til Stabæk í Noregi árið 2016.

Eftir feril í ensku utandeildunum fór hann síðan til Bandaríkjanna þar sem hann hefur spilað undanfarin tvö ár.


Athugasemdir
banner
banner