ÍA hefur samið við enska varnarmanninn Alex Davey en félagið staðfesti þetta í dag.
Hinn 26 ára gamli Alex kemur til ÍA frá Tampa Bay Rowdies í næstefstu deild í Bandaríkjunum.
Alex var í unglingaliðum Chelsea en hann var hjá félaginu þar til hann varð 22 ára. Hann spilaði meðal annars með Nathan Ake, núverandi varnarmanni Manchester City, í hjarta varnarinnar í U21 ára liði Chelsea á sínum tíma.
Hinn 26 ára gamli Alex kemur til ÍA frá Tampa Bay Rowdies í næstefstu deild í Bandaríkjunum.
Alex var í unglingaliðum Chelsea en hann var hjá félaginu þar til hann varð 22 ára. Hann spilaði meðal annars með Nathan Ake, núverandi varnarmanni Manchester City, í hjarta varnarinnar í U21 ára liði Chelsea á sínum tíma.
Alex fór til Scunthorpe, Peterborough og Crawley á láni í ensku C og D-deildinni á meðan hann var hjá Chelsea sem og til Stabæk í Noregi árið 2016.
Eftir feril í ensku utandeildunum fór hann síðan til Bandaríkjanna þar sem hann hefur spilað undanfarin tvö ár.
Við bjóðum @davey_alex hjartanlega velkomin uppá Skaga!
— ÍA Akranes FC (@ia_akranes) February 15, 2021
Alex kemur með svaka reynslu enn hann kom upp í gegnum yngri flokka @ChelseaFC
Welcome to Akranes, Alex 💛🖤 pic.twitter.com/BjKQThPKol
A very strange year for many, but I’ve been fortunate enough to be able to travel around, again having another opportunity at @ia_akranes in the Icelandic premier, can’t wait to get started 👏
— Alex Davey (@davey_alex) February 15, 2021
Athugasemdir