Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 15. febrúar 2021 19:13
Brynjar Ingi Erluson
Paredes: Við höfum talað mikið um Messi
Leandro Paredes og Lionel Messi eru liðsfélagar í argentínska landsliðinu
Leandro Paredes og Lionel Messi eru liðsfélagar í argentínska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Leandro Paredes, miðjumaður Paris Saint-Germain í Frakklandi, segir að möguleg félagaskipti Lionel Messi til félagsins hafi verið rædd í búningsklefanum undanfarið en Barcelona mætir PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun.

Messi verður samningslaus í sumar eftir að hafa spilað allan sinn atvinnumannaferil hjá Barcelona.

Hann hefur verið orðaður við bæði Manchester City og PSG en það er talið líklegra að hann endi í Frakklandi.

Leikmenn og starfslið PSG hafa reglulega komið fram í fjölmiðlum og talað um stöðu Messi en Ronald Koeman, þjálfari Börsunga, hefur kvartað sérstaklega yfir þeim vinnubrögðum.

„Það að spila á móti Messi þýðir það að við þurfum að verjast vel en við munum reyna okkar besta. Við verðum að halda boltanum og sjá til þess að hann gerir okkur ekki erfitt fyrir," sagði Paredes.

„Við höfum talað mikið um möguleg skipti Messi til PSG í búningsklefanum en ég vil ekki tala um það lengur. Þetta er mikilvægur leikur og við erum einbeittir," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner