Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. mars 2020 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Kasakstan: Rúnar Már skoraði í sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kaspij Aktau 2 - 3 FC Astana
0-1 Rúnar Már Sigurjónsson ('16, víti)
0-2 Tigran Barseghyan ('18)
0-3 Yuri Logvinenko ('41)
1-3 Aleksandar Stanisavljevic ('63)
2-3 Taras Bondarenko ('92)

Rúnar Már Sigurjónsson lék fyrstu 77 mínúturnar og skoraði fyrsta mark leiksins er FC Astana lagði Kaspij Aktau að velli í þriðju umferð deildartímabilsins í Kasakstan.

Rúnar Már skoraði úr vítaspyrnu á sextándu mínútu og bættu liðsfélagar hans Tigran Barseghyan og Yuri Logvinenko mörkum við fyrir leikhlé.

Heimamenn minnkuðu muninn í síðari hálfleik og skoruðu aftur í uppbótartíma. Nær komust þeir þó ekki og lokatölur 2-3 fyrir Astana.

Rúnar Már og félagar eru með sjö stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Astana hefur unnið deildina síðustu fjögur ár í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner