Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   mán 15. mars 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Sóley Steinarsdóttir (Þróttur R.)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Morgan Elizabeth Goff
Morgan Elizabeth Goff
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Magnúsdóttir
Andrea Magnúsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóley María er varnarmaður sem uppalin er hjá Þrótti en skipti yfir í Breiðablik árið 2019. Hún lék með Blikum það sumarið en var svo lánuð til Þróttar í fyrra. Eftir síðustu leiktíð, þar sem Þróttur kom mörgum á óvart, samdi Sóley aftur við uppeldisfélagið.

Sóley á að baki 80 leiki í deild, bikar, Evrópukeppni og Meistarakeppni KSÍ og hefur skorað fimm mörk í þeim leikjum. Þá lék hún 22 leiki með unglingalandsliðum Íslands og var á dögum í fyrsta æfingahópi Þorsteins Halldórssonar, nýs landsliðsþjálfara. Í dag sýnir Sóley á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Sóley María Steinarsdóttir

Gælunafn: Stundum kölluð Solla

Aldur: 20 ára

Hjúskaparstaða: í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 15 ára með Þrótti á móti Fylki

Uppáhalds drykkur: rauður collab

Uppáhalds matsölustaður: Pure Deli

Hvernig bíl áttu: kraftmikinn Kia Rio

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Desperate housewives og Game of thrones

Uppáhalds tónlistarmaður: The Weeknd

Uppáhalds hlaðvarp: FM95blö

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: jarðaber, hockey pulver og þrist

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “ok“ frá mömmu

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: karlaliði Þróttar

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Elín Metta

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hef haft nokkra mjög góða þjálfara en verð að segja Nik Chamberlain

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Sólveig Larsen er vel óþolandi á vellinum

Sætasti sigurinn: 5-1 sigur á Belgíu með U19 í undankeppni EM

Mestu vonbrigðin: Þegar við töpuðum úrslitaleiknum á móti Val á Rey cup í 3. flokki

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Að sjálfsögðu mína konu Sólveigu Larsen

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Sveinn Óli Guðnason

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Álfhildur Rósa ekki spurning

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: 100% Jelena, hún er svakaleg!

Uppáhalds staður á Íslandi: Barðaströnd

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: þegar ég ætlaði að fagna marki í sumar en hljóp óvart á Morgan í liðinu mínu og skallaði hana í hausinn þannig að ein tönn losnaði hjá mér

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: nei en er alltaf með sömu rútínu bara

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei eiginlega ekki en horfi á Ólympíuleikana þegar þeir eru

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ensku. Nik þjálfari getur staðfest það

Vandræðalegasta augnablik: þegar ég og Jelena, hinn miðvörðurinn, tækluðum hvor aðra í staðinn fyrir framherjann

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Álfu og Sólveigu til að hafa gaman og svo Svein Óla smið til að smíða bát og koma okkur af eyjunni

Sturluð staðreynd um sjálfan þig:

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Fröken Neskaupstaður: Andrea Magg. Hafði ekki hugmynd um hvað hún er steikt og fyndin og svo er hún líka mesti peppari sem þið finnið.

Hverju laugstu síðast: Laug að mömmu að ég hefði ryksugað efri hæðina.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Tabata hlaup ekki spurning og upphitun líka leiðinleg

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja:


Jelena Tinna Kujundzic
Athugasemdir
banner
banner
banner