banner
   mið 15. mars 2023 07:55
Elvar Geir Magnússon
Tottenham hyggst ekki selja Kane - Enrique næsti stjóri?
Powerade
Harry Kane, sóknarmaður Tottenham.
Harry Kane, sóknarmaður Tottenham.
Mynd: EPA
Tekur Luis Enrique við Tottenham?
Tekur Luis Enrique við Tottenham?
Mynd: EPA
Man Utd ætlar að lána Pellistri.
Man Utd ætlar að lána Pellistri.
Mynd: Getty Images
Newcastle hefur áhuga á Tierney.
Newcastle hefur áhuga á Tierney.
Mynd: EPA
Íslenski landsliðshópurinn verður opinberaður í dag. En á meðan við bíðum eftir honum er um að gera að renna yfir slúðrið. Kane, Enrique, Mac Allister, Lukaku, Alvarez og Tierney eru meðal nafna í pakka dagsins.

Tottenham er ekki viljugt til að selja enska sóknarmanninn Harry Kane (29) í sumar, jafnvel þó hann skrifi ekki undir framlengingu á samningi sínum sem rennur út 2024. (Sky Sports)

Luis Enrique, fyrrum stjóri Barcelona og spænska landsliðsins, er áhugasamur um að taka við Tottenham ef Antonio Conte yfirgefur félagið. (Times)

Mohamed Salah (30) íhugar það alvarlega að yfirgefa Anfield, þrátt fyrir að hafa gert nýjan samning síðasta sumar. Liverpool gæti fengið háa upphæð fyrir Salah þar sem Paris St-Germain hefur áhuga á honum. (Fichajes)

Liverpool, Newcastle og fleiri félög hafa áhuga á argentínska miðjumanninum Alexis Mac Allister (24) sem er tilbúinn að yfirgefa Brighton í sumar. Mac Allister spilaði stóra rullu þegar Argentína varð heimsmeistari. (90min)

Beppe Marotta framkvæmdastjóri Inter segir að belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku (29) muni snúa aftur til Chelsea þegar lánssamningur hans við ítalska félagið rennur út. (Sky Sport Italia)

Senegalski markvörðurinn Edouard Mendy (31) hefur rætt við Chelsea um nýjan samning en er ekki nálægt samkomulagi. (Times)

Barcelona horfir til þess að fá inn 70 milljónir punda með því að selja hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (25). De Jong er efstur á óskalista Chelsea fyrir sumarið en félagið gæti fengið samkeppni frá Manchester United. (Football Insider)

Manchester United ætlar að bjóða úrúgvæska miðjumanninum Facundo Pellistri (21) nýjan samning áður en hann verður lánaður annað á næsta tímabili. (Fabrizio Romano)

Leeds United mun fá spænska framherjann Ilias Akhomach (18) frá Barcelona í sumar. (Mundo Deportivo)

Ruben Neves (26), miðjumaður Wolves, er ekki lengur á óskalista Barcelona en félagið hefur verið að fylgjast með honum í rúmlega ár. (Fichajes)

Argentínski framherjinn Julian Alvarez (23) hefur gert samkomulag við Manchester City um nýjan fimm og hálfs árs samning. (Football Insider)

Newcastle United hefur áhuga á vinstri bakverðinum Kieran Tierney (25) hjá Arsenal sem vill fá 35-40 milljónir punda fyrir skoska landsliðsmanninn. (Caught Offside)

Liverpool og Newcastle eru að berjast um argentínska miðjumanninn Alan Varela (21) hjá Boca Juniors. (Football Insider)

Paris St-Germain íhugar að bjóða spænska varnarmanninum Sergio Ramos (37) nýjan samning. Þessi fyrrum leikmaður Real Madrid hefur einnig verið orðaður við MLS og Sádi-Arabíu. (Sport)

Eftir sex ár með Paris St-Germain hefur kanadíska landsliðskonan Ashley Lawrence (27) ákveðið að skrifa ekki undir nýjan samning. Hún yfirgefur félagið í sumar. (Le Parisien)

Juventus vill fá Wilfried Gnonto (19) frá Leeds og er tilbúið að bjóða Weston McKennie (24) í skiptum. McKennie er hjá Leeds á lánssamningi. (Calciomercato)

Lee Carsley gæti hætt sem þjálfari enska U21 landsliðsins eftir EM í sumar og Steven Gerrard, Frank Lampard og Scott Parker koma til greina í starfið. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner