Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 15. maí 2019 10:30
Elvar Geir Magnússon
Bayern reynir við Sane - City ætlar að fá þrjá
Powerade
Leroy Sane.
Leroy Sane.
Mynd: Getty Images
Verðmiðinn á Koulibaly er hár.
Verðmiðinn á Koulibaly er hár.
Mynd: Getty Images
Sane, Griezmann, Pogba, Hazard, Martial, Bale og Sanchez eru meðal manna í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Bayern München hefur hafið viðræður við Manchester City um möguleg kaup á vængmanninum Leroy Sane (23). (Daily Record)

Tap Barcelona gegn Liverpool í Meistaradeildinni hefur sannfært æðstu menn katalónska félagsins um að kaupa Antoine Griezmann (28). Franski framherjinn hefur staðfest að hann muni yfirgefa Atletico Madrid í sumar. (Marca)

Real Madrid hefur stigið fyrsta skrefið í því að reyna að fá Paul Pogba (26) frá Manchester United en enska félagið er sagt tilbúið að selja hann á 150 milljónir punda. (Independent)

Chelsea vill að Real Madrid borgi 100 milljónir punda fyrir Eden Hazard (28). (Evening Standard)

Hazard óttast að Chelsea muni neyða sig til að vera eitt ár í viðbót en ekki hefur náðst samkomulag um kaupverð við Real Madrid. (Sun)

Gareth Bale (29) mun hafna endurkomu til Tottenham og er ekki að drífa sig að yfirgefa Real Madrid en þrjú ár eru eftir af samningi sem færir honum 600 þúsund pund á viku. (Mirror)

Juventus er bara tilbúið að selja portúgalska bakvörðinn Joao Cancelo (24) ef tilboð upp á 60 milljónir evra berst og leikmaðurinn biður um að fara. Manchester United og Manchester City eru í aðdáendahópi Cancelo. (Calciomercato)

Ole Gunnar Solskjær hótaði að selja helming leikmanna Manchester United eftir tapið gegn Cardiff í lokaumferðinni. (Sun)

Franski framherjinn Anthony Martial (23) verður ekki seldur frá Manchester United í sumar því hann er uppáhalds leikmaður eins af eigendum United, Joel Glazer. (ESPN)

Manchester United gæti borgað Alexis Sanchez (30) tólf milljónir punda á næsta tímabili á meðan hann spilar á láni fyrir Inter. (Mirror)

Everton íhugar að lána varnarmanninn Jonjoe Kenny (22) á næsta tímabili en Seamus Coleman á að vera hægri bakvörður númer eitt áfram. (Liverpool Echo)

Leicester er að reyna að kaupa Youri Tielemans (22) sem er á láni frá Mónakó. Áhugi Manchester United og Tottenham setur þó strik í reikninginn. (Sky Sports)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, vill halda Nampalys Mendy (26) þó hann hafi verið með Wilfred Ndidi einan sem djúpan miðjumann síðan hann tók við. (Leicester Mercury)

Barcelona vill selja brasilíska sóknarmiðjumanninn Philippe Coutinho (26) í sumar en mun ekki hleypa honum burt fyrir minna en 100 milljónir evra. (Sport)

90 milljóna punda verðmiði Napoli á senegalska miðverðinum Kalidou Koulibaly (27) fælir Manchester United frá. Félagið gæti frekar reynt að fá Harry Maguire (26) frá Leicester eða Milan Skriniar (24) frá Inter. (Independent)

Englandsmeistarar Manchester City ætla að bæta við sig þremur leikmönnum að minnsta kosti. Félagið vill fá varnartengilið, varnarmann og sóknarmann. (ESPN)

Isaac Hayden (24) fer líklega frá Newcastle í sumar en miðjumaðurinn þarf að bíða eftir að framtíð Rafa Benítez komi í ljós. (Chronicle)

Barcelona er mjög nálægt því að kaupa hollenska miðvörðinn Matthij de Ligt (19) sem hefur verið magnaður með Ajax. (Marca)

Tottenham er fyrsti kostur Ryan Sessegnon (18), varnarmanns Fulham. VInstri bakvörðurinn vill frekar fara til Spurs en Manchester United þar sem hann vill vera áfram í London og vill vinan undir Mauricio Pochettino. (Evening Standard)

Victor Orta, yfirmaður fótboltamála hjá Leeds, vill að Daniel James (21), vængmaður Swansea, bíði með að samþykkja að fara til Manchester United. Leeds vonast til að komast upp í ensku úrvalsdeildina. (Football Insider)

Gareth Southgate mun velja sóknarmanninn Harry Kane (25) í leikmannahóp sinn fyrir undanúrslit Þjóðadeildarinnar eftir að hafa fengið fullvissu um að enski fyrirliðinn verði klár í slaginn. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner
banner