mið 15. maí 2019 20:55
Hafliði Breiðfjörð
Pétur við aðstoðardómarann: Ertu fokking þroskaheftur
Pétur var heppinn að fá ekki rautt eftir leik FH og KA í síðustu umferð þegar hann veittist að Ými Má Geirssyni á gulu spjaldi.
Pétur var heppinn að fá ekki rautt eftir leik FH og KA í síðustu umferð þegar hann veittist að Ými Má Geirssyni á gulu spjaldi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Viðarsson varnarmaður FH fékk beint rautt spjald fyrir kjaftbrúk í leik liðsins gegn ÍA sem nú stendur yfir.

Smelltu hér til að fara i textalýsingu leiksins

Gunnar Birgisson, sérfræðingur Innkastsins hér á Fótbolta.net, er á leiknum og var nálægt þegar atvikið átti sér stað.

Hann heyrði hvað Pétur sagði og segir á Twitter síðu sinni að Pétur hafi sagt „Ertu fokking þroskaheftur," við Eystein Hrafnkelsson línuvörð. Pétur Guðmundsson dómari lyfti beint rauðu spjaldi.

FH er því manni færri og 2-0 undir þegar 10 mínútur eru eftir af leiknum en Bjarki Steinn Bjarkason skoraði bæði mörkin.

FH eru heppnir að vera ekki tveimur mönnum færri því Guðmundur Kristjánsson var heppinn að fá bara gult spjald er hann keyrði aftan á Hall Flosason og sló hann í andlitið um leið.




Athugasemdir
banner
banner
banner