Arsenal vill Williams og Merino - Sancho eftirsóttur - Trent vill vera áfram
   lau 15. júní 2024 20:31
Ívan Guðjón Baldursson
Dalic biðst afsökunar á frammistöðu Króatíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Zlatko Dalic, landsliðsþjálfari Króatíu, baðst afsökunar eftir 3-0 tap gegn Spáni í fyrstu umferð Evrópumótsins í dag.

Spánverjar skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins á þriggja mínútna kafla og settu svo þriðja markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Króatar komust nálægt því að minnka muninn og það var hreint ótrúlegt að þeim hafi ekki tekist að skora.

„Ég vil biðjast afsökunar á þessari frammistöðu í dag. Við vorum ekki nógu aggressívir og ég vona að þetta hafi bara verið slæmur dagur hjá okkur," sagði Dalic að leikslokum, en langstærsti hluti áhorfenda klæddist litum Króatíu í dag og heyrðist mikið í stuðningsfólki í upphafi leiks. „Það var frábær stemning á vellinum og við verðum að gera betur næst."

Hinn 38 ára gamli Luka Modric, sem verður 39 ára í september, var í byrjunarliði Króatíu en var skipt af velli í síðari hálfleik ásamt lykilmanninum Mateo Kovacic. Dalic útskýrði þá ákvörðun eftir tapið, en Modric er fyrirliði Króatíu.

„Ég tók Luka og Mateo útaf í seinni hálfleik til að gefa þeim smá hvíld fyrir næsta leik. Við áttum ekki mikla möguleika á endurkomu þegar ég tók þá útaf, við þurfum að vera í sem bestu líkamlegu standi vegna þess að það eru afar mikilvægir leikir framundan."
Athugasemdir
banner
banner