Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 15. september 2019 19:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hólmar í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í tæpt ár
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar Örn Eyjólfsson var mættur í byrjunarliðið hjá Levski Sofia og spilaði hann allan leikinn gegn Cherno More í búlgörsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hólmar sleit krossband og reif liðþófa í bikarleik gegn einmitt Cherno More í lok október á síðasta ári. Hann hefur hægt og bítandi verið að koma til baka að undanförnu, en þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur frá því hann meiddist.

Mikil gleðitíðindi fyrir Hólmar, en hann hjálpaði liði sínu að halda hreinu í kvöld.

Levski er í öðru sæti búlgörsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig eftir níu leiki.

Ögmundur fékk á sig eitt mark í þriðja leiknum í röð
Ögmundur Kristinsson, landsliðsmarkvörður, spilaði í svekkjandi tapi hjá Larissa gegn botnliði Panionios í grísku úrvalsdeildinni.

Eina mark leiksins skoraði Novica Maksimovic, leikmaður Panionios, fram hjá Ögmundi á 56. mínútu leiksins.

Larissa er aðeins með eitt stgi eftir fyrstu þrjá leikina, en liðið hefur fengið á sig eitt mark í öllum deildarleikjunum til þessa.

Krasnodar á toppnum í Rússlandi
Á toppnum í Rússlandi er Krasnodar. Jón Guðni Fjóluson er á mála hjá liðinu, en hann kom ekki við sögu í dag þegar Krasnodar vann 4-2 gegn FK Krylya Sovetov Samara.

Nokkrir aðrir Íslendingar voru ekki að spila með sínum liðum í kvöld. Má þar nefna Adam Örn Arnarson (Gornik Zabrze í Póllandi), Theódór Elmar Bjarnason (Akhisarspor í Tyrklandi) og Diego Jóhannesson (Real Oviedo á Spáni). Íslendingavaktin segir frá því að Adam og Theódór séu að glíma við meiðsli. Diego var á bekknum hjá Oviedo.
Athugasemdir
banner
banner
banner