Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 15. október 2018 08:24
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmaður Englands á sjúkrahús eftir að hafa teygað Sambuca
Stuðningsmaður Englands var fluttur á sjúkrahús.
Stuðningsmaður Englands var fluttur á sjúkrahús.
Mynd: Twitter
Sunnudagskvöldið var annasamt fyrir lögregluna í Sevilla á Spáni en hún þurfti að glíma við fullar enskar boltabullur.

Spánn og England mætast í Þjóðadeildinni í kvöld og hefur verið mikil ölvun meðal enskra stuðningsmanna sem eru mættir til Spánar til að horfa á leikinn.

Einn ónefndur stuðningsmaður var fluttur á sjúkrahús en vinir hans óttuðust um heilsu hans eftir að hann hafði teygað heila flösku af ítalska líkjörnum Sambuca.

Vinur mannsins, sem fylgdi honum á sjúkrahús, sagði við Mirror að hann væri að ná heilsu aftur og yrði brátt útskrifaður. Vinurinn blótaði því þó í sand og ösku að hafa þurft að yfirgefa stuðið og sagði að dagurinn hefði verið eyðilagður fyrir sér.

Leikur Spánar og Englands verður 18:45 í kvöld, 20:45 að staðartíma, og fróðlegt að sjá hvernig ástandið verður á enska stuðningsmannahópnum þá.


Athugasemdir
banner
banner
banner