Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. október 2020 10:09
Magnús Már Einarsson
Alexander-Arnold á miðjuna í enska landsliðinu?
Trent Alexander-Arnold
Trent Alexander-Arnold
Mynd: Getty Images
Jamie Redknapp, sérfræðingur Sky, væri til í að sjá Trent Alexander-Arnold, bakvörð Liverpool, spreyta sig á miðjunni með enska landsliðinu.

Gareth Southgate hefur spilað 3-4-3 með enska landsliðið undanfarið og Alexander-Arnold átti ekki sinn besta leik sem vængbakvörður í leiknum gegn Belgum á sunnudag. Í gær spilaði Reece James, leikmaður Chelsea, sem vængbakvörður í 1-0 tapi gegn Dönum.

Declan Rice, leikmaður West Ham, og Kalvin Phillips, leikmaður Leeds, byrjuðu á miðjunni í gær en Redknapp væri til í að prófa Alexander-Arnold þar. Hinn 22 ára gamli Alexander-Arnold spilaði á miðjunni í yngri flokkunum.

„Ég ætla henda einu út núna. Hvað ef við myndum spila með Trent Alexander-Arnold á miðjunni. Hann gæti auðveldlega spilað þar," sagði Redknapp.

„Ég er að endurmóta liðið. Þú gætir spilað með Declan Rice í vörninni og Reece James hægra meginn. Þá geturðu verið með þá báða í liðinu (Alexander-Arnold og James)."
Athugasemdir
banner
banner