Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 15. október 2024 11:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eidevall hættur með Arsenal (Staðfest)
Mynd: EPA
Jonas Eidevall hætti í morgun sem aðalþjálfari kvennaliðs Arsenal. Hann vann deildabikarinn tvívegis sem þjálfari liðsins en hann var þjálfari þess í þrjú ár.

Eidevall er 41 árs Svíi sem kom frá Rosengård árið 2021. Hann skilur við Arsenal í sjötta sæti sem er ekki ásættanleg staða hjá Arsenal. Eftir fjóra leiki í deildinni hefur liðið einungis unnið einn leik.

Síðasti leikur Eidvall við stýrið var gegn Chelsea í gær þar sem ensku meistararnir í Chelsea unnu 2-1 útisigur.

Tapið kom á eftir 5-2 tapi gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni í miðri viku. Glódís Perla Viggósdóttir skoraði eitt af mörkum Bayern í leiknum en hún lék undir stjórn Eidevall hjá Rosengård áður en hún hélt til Þýskalands.

Renee Slegers, aðstoðarþjálfari liðsins, tekur við sem bráðabirgða á meðan leitað er að næsta aðalþjálfara.
Athugasemdir
banner
banner
banner