Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 16. janúar 2021 19:58
Ívan Guðjón Baldursson
Spænski bikarinn: Alaves og Cadiz óvænt úr leik
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er nóg af dramatík í spænska bikarnum þar sem efstudeildarliðin halda áfram að detta úr leik gegn lakari andstæðingum úr neðri deildum.

Í dag voru Alaves og Cadiz slegin úr bikarnum af B-deildarliðum Almeria og Girona.

Almeria gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm gegn Alaves, á meðan Girona vann 2-0 gegn Cadiz.

Real Valladolid lenti einnig í vandræðum og þurfti framlengingu gegn C-deildarliði Pena Deportiva.

Levante heimsótti þá Fuenlabrada og þurfti vítaspyrnukeppni til að komast áfram.

Almeria 5 - 0 Alaves
1-0 Umar Sadiq ('8 )
2-0 Ager Aketxe ('45 )
3-0 Umar Sadiq ('45 )
4-0 Rodrigo Battaglia ('52 , sjálfsmark)
5-0 Juan Villar ('81 , víti)
Rautt spjald: Tomas Pina, Alaves ('35)

Fuenlabrada 1 - 1 Levante
0-1 Cristian Antonio ('19 , sjálfsmark)
1-1 Borja Garces ('68 )
Levante vann í vítaspyrnukeppni

Girona 2 - 0 Cadiz
1-0 Valery Fernandez ('48 )
2-0 Valery Fernandez ('58 )

Pena Deportivo 1 - 4 Valladolid
1-0 Fernando Andrada ('13 )
1-1 Michel ('62 , víti)
1-2 Roque Mesa ('96 , víti)
1-3 Roque Mesa ('112 )
1-4 Oscar Plano ('116 )
Rautt spjald: Alejandro Fernandez, Pena Deportivo ('101)
Athugasemdir
banner
banner