Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 16. janúar 2022 21:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spænski Ofurbikarinn: Real Madrid sigurvegari í tólfta sinn
Flottur sigur hjá Real Madrid.
Flottur sigur hjá Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Real Madrid 2 - 0 Athletic
1-0 Luka Modric ('38 )
2-0 Karim Benzema ('52 , víti)
2-0 Raul Garcia ('89 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Eder Militao, Real Madrid ('87)

Real Madrid fór með sigur af hólmi gegn Athletic Bilbao í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins í Sádí-Arabíu í kvöld.

Þetta er í tólfta sinn sem Real Madrid vinnur þessa keppni.

Luka Modric kom Real Madrid með mjög flottu skoti seint í fyrri hálfleiknum og það voru Madrídingar sem tóku forystuna inn í hálfleikinn.

Karim Benzema gerði annað markið snemma í seinni hálfleiknum þegar hann skoraði af vítapunktinum. Það var dæmd vítaspyrna eftir að boltinn fór í höndina á Yeray Alvarez, leikmanni Bilbao.

Bilbao fékk tækifæri til að minnka muninn í lokin þegar boltinn fór í höndina á Eder Militao innan teigs. Militao var vikið af velli og Raul Garcia fór á punktinn. Thibaut Courtois varði hins vegar frábærlega, skot frá Raul Garcia og Real landaði sigrinum í kjölfarið nokkuð þægilega.

Real Madrid er núna búið að vinna þessa keppni tólf sinnum og vantar að vinna þessa keppni einu sinni til að jafna titlafjölda Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner