Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 16. janúar 2023 10:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís sögð vera besti miðvörður þýsku úrvalsdeildarinnar
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir er besti miðvörður þýsku úrvalsdeildarinnar að mati fjölmiðilsins 90min.

Fjölmiðillinn birti um helgina lista yfir fimm bestu leikmenn deildarinnar í fimm öftustu í stöðum vallarins.

Þegar miðverðir deildarinnar eru skoðaðir þá er Glódís þar efst á lista en hún hefur átt stórgott með Bayern München, sem er í öðru sæti deildarinnar.

Glódís er á sínu öðru tímabili með Bayern en hún gekk til liðs við félagið frá Rosengård í Svíþjóð á síðustu leiktíð.

Glódís átti stórkostlegt ár í fyrra þar sem hún var frábær með bæði landsliði og félagsliði sínu. Ásamt því að vera í öðru sæti í valinu á Íþróttamanni ársins, þá var hún einnig fótboltakona ársins hjá Heimavellinum.

Hér fyrir neðan má sjá listann yfir fimm bestu miðverðir deildarinnar þar sem Glódís er efst á lista.


Athugasemdir
banner
banner
banner