Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
   fim 16. janúar 2025 15:26
Elvar Geir Magnússon
Arnar um skapið: Hef ekki áhyggjur af því að gera mig að fífli
Icelandair
Arnar á fréttamannafundinum í dag.
Arnar á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Arnar Gunnlaugsson nýr þjálfari Íslands missti af fimm leikjum Víkings í fyrra vegna leikbanna. Hann hefur verið gjarn á að fá spjöld í Bestu deildinni en segist ætla að reyna að hemja skap sitt betur í nýju starfi. Hann þurfi að finna hinn gullna meðalveg í þessum málum.

„Ég þarf að gera það. Landsliðsþjálfari þarf samt klárlega að hafa sterkt „presence“ á hliðarlínunni. Ég tel mig hafa það. Einn af mínum kostum sem þjálfari. Missti ég mig aðeins of mikið? Já, klárlega. En mér til varnar þá gerði ég mig aldrei að fífli nema kannski 1-2 sinnum í viðtölum eftir leiki. Ég var fljótur niður. Ég tel að VAR-umhverfið hjálpi mér klárlega eins og sést í Evrópuleikjum Víkings þar sem ég fékk varla tiltal," sagði Arnar á fréttamannafundinum í dag.

„Ég hef því ekki áhyggjur af því í landsliðsumhverfinu, ætla samt ekki að lofa neinu hér, en ég hef ekki áhyggjur af því að skapofsi minn muni verða til þess að ég geri mig að fífli fyrir hönd þjóðarinnar. Þetta er hluti af mér sem persónu og hjálpar mér að ná lengra, að hafa smá skap, en þetta er klárlega þáttur sem mig langar að bæta."

Fyrstu leikir íslenska landsliðsins undir stjórn Arnars verða umspilsleikir við Kósovó í mars um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Fyrri leikurinn verður á Fadil Vokrri Stadium í Pristina 20. mars og seinni leikurinn á leikvangi Murcia á Spáni, Stadium Enrique Roca.
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Athugasemdir
banner
banner