Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. febrúar 2020 12:16
Brynjar Ingi Erluson
Pochettino til Man City í sumar - Inter vill Aubameyang
Powerade
Pierre-Emerick Aubameyang til Inter?
Pierre-Emerick Aubameyang til Inter?
Mynd: Getty Images
Þá er komið að því helsta í slúðrinu á þessum fína laugardegi en hér fyrir neðan má sjá helstu mola dagsins.

Manchester United ætlar að bjóða Juventus að fá þá Adrien Rabiot og Aaron Ramsey í sumar til að hjálpa til við að fjármagna kaupin á Paul Pogba. (GDS)

Mauricio Pochettino er líklegastur til að taka við Manchester City af Pep Guardiola ef hann ákveður að fara frá félaginu. (Sun)

Tottenham hefði getað keypt Jack Grealish, leikmann Aston Villa, fyrir 6 milljónir punda fyrir átján mánuðum en Daniel Levy, framkvæmdastjóri félagsins, hafnaði því. (Sun)

Chelsea ætlar að leggja fram tilboð í Matias Vecino, miðjumann Inter, en hann gæti verið falur fyrir 23 milljónir punda. (Express)

Antonio Conte, þjálfari Inter, vill fá Pierre-Emerick Aubameyang frá Arsenal í sumar. (Mirror

Inter mun þá hleypa Lautaro Martinez til Barcelona ef liðið fær Antoine Griezmann í staðinn. (Tuttosport)

Viðræður Liverpool og Leipzig um Timo Werner eru komnar langt á veg en Liverpool borgar losunarákvæði hans sem nemur 49 milljónum punda. (Nicolo Schira)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, er þá með auga á Kieran Tierney, bakverði Arsenal, en Rodgers þjálfaði hann hjá Celtic í Skotlandi. (90 min)

Massimo Allegri, fyrrum þjálfari Milan og Juventus, gæti tekið við Man Utd ef félagið ákveður að reka Ole Gunnar Solskjær. (Mail)

Man Utd vill fá þrjá enska leikmenn í sumar en það eru þeir Max Aarons og Todd Cantwell frá Norwich og Declan Rice frá West Ham. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner