Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 16. maí 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Jong um De Ligt: Eins og hann sé nýhættur í fótbolta
Matthijs de Ligt og Frenkie de Jong.
Matthijs de Ligt og Frenkie de Jong.
Mynd: Getty Images
Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt eru þeir tveir leikmenn sem vakið hafa hvað mesta athygli hjá Ajax, sem komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar á þessu tímabili.

De Jong er 22 ára og er á leið til Barcelona í sumar fyrir það sem talið er vera 65 milljónir punda.

De Ligt er aðeins 19 ára og er hann fyrirliði Ajax. Hann hefur verið sterklega orðaður við Barcelona og mörg önnur stórlið í Evrópu.

Í viðtali við hollenska fjölmiðilinn voetbalzone lýsir De Jong því yfir að hann vilji fá De Ligt með sér til Barcelona. Hann segir að De Ligt hagi sér stundum eins og hann sé miklu eldri en hann er í raun og veru.

„Matthijs er 19 ára en stundum þegar þú hlustar á hann tala þá er eins og hann sé nýhættur í fótbolta," segir De Jong.

„Ég hugsa stundum: 'Slakaðu á, ekki haga þér eins og þú sért nú þegar búinn að öðlast alla þekkingu sem þú munt nokkurn tímann öðlast."

„Í hreinskilni sagt veit ég ekki hvað Matthijs gerir í sumar. Hann verður að ákveða það sjálfur, en ef ég væri í hans sporum þá myndi ég klárlega fara til Barcelona."

„Það væri frábært fyrir mig og frábært fyrir Barcelona að fá leikmann eins og hann."

De Ligt og De Jong urðu í gær Hollandsmeistarar.
Athugasemdir
banner
banner
banner