Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   sun 16. júní 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Toppliðin mæta til leiks
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fara sex leikir fram í íslenska boltanum í dag þar sem þrír leikir eru á dagskrá í Bestu deild kvenna.

Toppliðin tvö mæta þar til leiks, þar sem Breiðablik byrjar á heimaleik gegn botnliði Þróttar R.

Blikar eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sjö umferðir.

Valur situr í öðru sæti eftir naumt tap í innbyrðisviðureign gegn Breiðabliki og heimsækir Fylki seinna í dag, en Fylkir er í næstneðsta sæti deildarinnar.

Víkingur R. heimsækir þá Tindastól á Sauðárkrók og eru einnig leikir á dagskrá í Lengjudeild kvenna, 2. deild kvenna og 5. deild.

Í Lengjudeildinni getur FHL tekið toppsætið með sigri á heimavelli gegn Gróttu, en það eru aðeins tvö stig sem skilja liðin að. Grótta getur jafnað HK á toppi deildarinnar með sigri.

Besta-deild kvenna
14:00 Breiðablik-Þróttur R. (Kópavogsvöllur)
16:00 Tindastóll-Víkingur R. (Sauðárkróksvöllur)
16:00 Fylkir-Valur (Würth völlurinn)

Lengjudeild kvenna
12:30 FHL-Grótta (Fjarðabyggðarhöllin)

2. deild kvenna
16:00 Smári-Völsungur (Fagrilundur - gervigras)

5. deild karla - B-riðill
14:00 Stokkseyri-SR (Stokkseyrarvöllur)
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 9 8 0 1 25 - 4 +21 24
2.    Valur 9 8 0 1 29 - 10 +19 24
3.    Þór/KA 9 7 0 2 25 - 10 +15 21
4.    FH 9 4 1 4 12 - 16 -4 13
5.    Víkingur R. 9 3 3 3 13 - 17 -4 12
6.    Tindastóll 9 3 1 5 11 - 17 -6 10
7.    Stjarnan 9 3 0 6 12 - 24 -12 9
8.    Þróttur R. 9 2 1 6 8 - 13 -5 7
9.    Keflavík 9 2 0 7 7 - 19 -12 6
10.    Fylkir 9 1 2 6 10 - 22 -12 5
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner