Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
banner
   sun 16. júní 2024 12:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ofurparið Douglas Luiz og Lehmann fara saman til Juventus
Mynd: Getty Images

Douglas Luiz og Alisha Lehmann eru líklega bæði á leið til Juventus.


Juventus reynir allt til að fá Luiz frá Aston Villa en ítalska félagið hefur boðið enska félaginu Weston McKennie og Samuel Iling Jr í skiptum fyrir brasilíska miðjumanninn.

Kærastan hans, Alisha Lehmann, mun líklega fylgja honum til Ítalíu en kvennalið Juventus vill fá hana í sínar raðir og er parið mjög spennt fyrir því að flytja saman til Ítalíu en þetta kemur fram á Juventusnews24.

Því hefur verið skotið fram að Lehmann myndi fylgja Luiz til Juventus en nú virðast sögusagnirnar vera orðnar líklegri en áður. Lehmann er ein vinsælasta fótboltakona heims á samfélagsmiðlum en hún er m.a. með 16 milljónir fylgjenda á Instagram. Hún leikur með Aston Villa eins og Luiz.

Samband þeirra hefur ekki alltaf verið dans á rósum en þau hættu saman um tíma en byrjuðu nýverið saman aftur.


Athugasemdir
banner
banner
banner