Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. ágúst 2022 12:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Atli segir FH að hringja í Pétur - Ekki snert fótbolta síðan í fyrra
Pétur Viðarsson.
Pétur Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Atli Viðar Björnsson.
Atli Viðar Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Viðar Björnsson, fyrrum sóknarmaður FH, lagði það til í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gær að forsvarsmenn félagsins þyrftu að hringja í Pétur Viðarsson.

Pétur lék lengi sem miðvörður með FH en hann lagði skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð.

„Þeir verða að breyta líkamstjáningu sinni og hvernig þeir koma fram. Ég hef pínulítið á tilfinningunni að þeir séu búnir að gefast upp, þeir hafi ekki trú á að þeir geti ekki snúið þessu við," sagði Atli Viðar en hann vill fá Pétur til þess að hrista upp í hlutunum, koma inn með eitthvað sem vantar.

„Það er massíft björgunarstarf framundan í tvo mánuði, að bjarga félaginu frá falli. Partur af því er að hringja í Pétur Viðarsson. Pétur hefur þá eiginleika sem vantar í FH í dag; hann er með stolt, mun koma inn með liðsheild og sýna að honum er ekki sama. Það er engin framtíðarlausn í því að hringja í Pétur en verkefnið núna er bara að bjarga félaginu frá falli."

„Pétur þarf ekki endilega að spila, hann þarf að mæta á æfingar og hrista upp í hlutunum," sagði Atli.

Pétur ekki íhugað að taka fram skóna
Fótbolti.net heyrði í Pétri í dag og spurði hvort endurkoma væri í kortunum hjá honum.

„Nei ég hef ekki íhugað að taka fram skóna, ekki neitt svoleiðis. Ég er ekki búinn að snerta fótbolta síðan tímabilið kláraðist í fyrra."

„Nei, engin símtöl frá FH. Þeir eru með hóp af góðum leikmönnum sem hafa því miður ekki náð þeim árangri sem þeir hefðu viljað. Það hafa ekki verið neinar samræður."


Pétur sá að Atli Viðar ræddi um sig í gær. „Ég sá það. Atli er gamall FH-ingur sem er að velta upp möguleikum. Það er ekkert sem hefur komið til mín. Ekkert sem ég er að íhuga."

FH er á slæmum stað þessa stundina en liðið er enn fyrir ofan fallsæti - liðið er einu stigi fyrir ofan Leikni sem á þó leik til góða.

Sjá einnig:
Atli Viðar ómyrkur í máli - „Lélegasta sem FH hefur sýnt í 20 ár"
Pétur Viðars hættur (Staðfest) - „Rosalega sáttur með minn feril"
Innkastið - Hnífjafn toppslagur og ójafnt stríð
Athugasemdir
banner
banner
banner