Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
þriðjudagur 24. desember
Engin úrslit úr leikjum í dag
mán 15.ágú 2022 23:50 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Vandræði FH: Eitt sinn stórveldi en núna í baráttu fyrir lífi sínu

„Þetta eru stelpur sem eru að gefa hjarta og sál í þetta. Ef það er ekki FH, þá veit ég ekki hvað."

Þessi orð lét Guðni Eiríksson, þjálfari kvennaliðs FH, falla eftir 1-0 sigur gegn Augnabliki á dögunum. Lið hans hefur átt ansi gott sumar og situr taplaust á toppi Lengjudeildarinnar.

En þegar horft er yfir á karlalið félagsins, þá eru þessi einkenni - sem eiga að skilagreina FH - svo ótrúlega langt frá því að vera til staðar.

Þessa stundina er hægt að líkja karlaliði FH við Manchester United. Maður fær svipaða tilfinningu þegar maður horfir á þau tvö lið spila fótbolta. Það er eins og leikurinn sé í raun tapaður áður en hann byrjar; leikmenn - sem eru margir hverjir á gríðarlega háum launum - fara út á völlinn og það er eins og þeir séu sigraðir áður en flautað er til leiks.


Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United.

Það er ekki langt síðan FH var liðið sem allir óttuðust, liðið sem vann hvern titilinn á fætur öðrum. Liðið árið 2005 er eitthvað það besta sem sést hefur í íslenskum fótbolta. Þeir unnu 16 leiki af 18 og unnu mótið með 16 stigum meira en liðið í öðru sæti. Allan Borgvardt, Auðun Helgason, Davíð Þór Viðarsson, Tommy Nielsen Tryggvi Guðmundsson... þetta var alvöru lið.

Það var sérstök ára í Kaplakrikanum í kringum aldamótin og núna er hún líka sérstök. En af allt öðrum ástæðum.

Hvað gerðist?

Þeir misstu höfuðið sitt
Fótboltalið sem ná góðum árangri, þau þurfa helst að vera með sterkt höfuð sem stýrir skútunni. Liverpool er með Jurgen Klopp, Manchester City er með Pep Guardiola, enska kvennalandsliðið er með Sarina Wiegman. Hér heima er Breiðablik með Óskar Hrafn Þorvaldsson og Víkingar með Arnar Gunnlaugsson.

Þegar FH fór að vinna titla í íslenskum fótbolta þá voru þeir með Ólaf Jóhannesson sem þjálfara. Jón Rúnar Halldórsson var formaður knattspyrnudeildar félagsins og tókst þeim greinilega að vinna vel saman. Árangurinn talar sínu máli.

Þegar Ólafur tók við sem A-landsliðsþjálfari karla þá tók Heimir Guðjónsson við. Heimir hafði verið leikmaður og fyrirliði undir stjórn Ólafs. Hann var svo aðstoðarþjálfari hans. Á þeim tíma þekkti enginn liðið og félagið betur en Heimir.

Heimir stýrði FH frá 2008 til 2017 og undir hans stjórn varð FH fimm sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Heimir og Ólafur náðu að byggja upp stórveldi. Í samtali við Fréttablaðið árið 2009 sagði Jón Rúnar að hann gæti hugsað sér að hafa Heimi eins lengi hjá FH og Sir Alex Ferguson var hjá Manchester United, en Skotinn stýrði United í um 27 ár.

Svo var höfuðið skorið af.



Að kvöldi 6. október 2017 var sú óvænta ákvörðun tekin að reka Heimi. „Þetta er ákvörðun FH," sagði hann í samtali við Fótbolta.net.

FH hafði þetta sumar endað í þriðja sæti efstu deildar. „Við töldum að þetta væri besta ákvörðunin á þessum tímapunkti. FH er alltaf með plan," sagði Jón Rúnar eftir að Heimir var rekinn.

Ólafur Kristjánsson var ráðinn, en það er erfitt að fylgja í fótspor slíkra goðsagna eins og Ólafur og Heimir voru fyrir félagið. Það er erfitt að fylgja í fótspor slíkra goðsagna sem skiptu svo miklu máli fyrir félagið. Má segja að þetta sé svipað með Sir Alex og Man Utd. Félagið var í raun búið að vera undir stjórn eins manns í 27 ár. Hjá FH voru Heimir og Óli Jó búnir að ráða og fara eftir sinni hugmyndafræði í einhver 15 ár. Það hafði virkað, en svo var því allt í einu breytt. Þessar breytingar hafa augljóslega ekki virkað enn - alls ekki.



Það má segja að gullaldartími FH hafi endað þegar sú ákvörðun var tekin að reka Heimi, frá 2004 til 2017.

Mistök eftir mistök
Þegar litið er yfir félagaskipti FH frá 2018. Hversu mörg þeirra hafa gengið upp?

Það er í raun sláandi hversu slakir FH-ingar hafa verið á leikmannamarkaðnum síðustu ár. Meirihluti leikmanna sem hafa komið inn hafa ekki styrkt hópinn og ekki passað inn í það sem hefur verið reynt að gera inn á vellinum.

Það gekk mikið á í fyrsta leikmannaglugganum hjá Óla Kristjáns og miklar breytingar urðu á hópnum.

Komu 2018:
Brandur Olsen frá Randers
Eddi Gomes frá Henan Jianye á láni
Egill Darri Makan frá Breiðabliki
Geoffrey Castillion frá Víkingi R.
Guðmundur Kristjánsson frá Start
Hjörtur Logi Valgarðsson frá Örebro
Jónatan Ingi Jónsson frá AZ Alkmaar
Kristinn Steindórsson frá GIF Sundsvall
Rennico Clarke frá Portland Timbers
Viðar Ari Jónsson frá Brann á láni
Zeiko Lewis frá New York Red Bulls
Þórir Jóhann Helgason frá Haukum

Allir þessir leikmenn komu inn en það er ekki hægt að tala um að neinn þeirra hafi slegið í gegn í Kaplakrika. Jónatan Ingi Jónsson og Þórir Jóhann Helgason fóru erlendis, en þeir voru ekki frábærir í Kaplakria. Guðmundur Kristjánsson er sá eini sem er enn í hópnum.

Um tíu ára skeið - frá 2004 - þá tók FH varla ranga ákvörðun í leikmannamálum en síðan þá hafa þær verið fjölmargar. Svo hefur það gerst nokkuð að leikmenn fari frá FH og blómstri annars staðar eftir erfiðan tíma í Hafnarfirði. Flestallir þeir leikmenn sem hafa komið inn hafa ekki virkað fyrir þá þjálfara sem hafa verið að stýra liðinu, þetta hefur ekki gengið upp.


Kristinn Steindórsson fann sig ekki í FH en hefur svo blómstrað í Breiðabliki.

Menn ekki að dansa í takt á bak við tjöldin
Óli Jó kom aftur í fyrra og tók við stjórn liðsins. En þetta er ekki sama FH og áður var.

Menn virðast ekki vera að dansa í sama takt í Kaplakrika.

Fyrir tímabilið var Ólafur með ákveðnar hugmyndir um hvernig hann vildi styrkja leikmannahóp liðsins. Hann fékk nokkra af þeim leikmönnum sem hann vildi eins og Kristin Frey Sigurðsson og Lasse Petry. En svo eru aðrir leikmenn sem Ólafur vildi endilega ekki.

Sú saga hefur verið á kreiki að hann hafi til dæmis ekki talið það vera í forgangi að fá Davíð Snæ Jóhannsson rétt fyrir mót. Samt var hann tekinn inn.

Bræðurnir Bjarni Þór og Davíð Þór Viðarssynir, sem báðir eru fyrrum leikmenn FH, hafa verið í því hlutverki að sækja leikmenn og er Jón Erling Ragnarsson, úr meistaraflokksráði, eitthvað með í því líka.


Bjarni Þór Viðarsson.

En er það virkilega góð hugmynd að hlusta ekki á þjálfarann í leikmannamálum?

Ólafur var rekinn úr starfi hjá FH eftir jafntefli gegn Leikni fyrr í sumar, en hann var greinilega ekki stærsta vandamálið hjá FH. Hann var kannski ekki rétti þjálfarinn fyrir þennan hóp, en hver er það? Núna er Ólafur aftur tekinn við Val og var hann skælbrosandi á hliðarlínunni í gærkvöld er hans menn unnu 6-1 sigur á Stjörnunni. Valur spilaði glimrandi fótbolta í leiknum og lætur sér jafnvel dreyma um að komast í titilbaráttuna áður en mótið er á enda.


Óli Jó skælbrosandi.

Miðverðir og markvörður? Nei, takk
Það er langt síðan Tommy Nielsen og Auðun Helga mynduðu sterkasta miðvarðarpar landsins í Kaplakrika.

Í dag er enginn náttúrulegur miðvörður í leikmannahópi FH.

Gummi Kristjáns hefur spilað miðvörð að mestu leyti síðan hann kom heim eftir dvöl í Noregi, en hann átti sín bestu ár á ferlinum sem miðjumaður.

Það er með hreinum ólíkindum að FH hafi ekki náð í miðvörð fyrir tímabilið. Í gær - gegn ÍBV - spilaði Guðmundur með vinstri bakverðinum Ólafi Guðmundssyni í hjarta varnarinnar til að byrja með. Ólafur og Haraldur Einar Ásgrímsson, tveir leikmenn með litla reynslu úr efstu deild, spiluðu vinstra megin í vörninni í fyrri hálfleik og áttu í miklu basli.


Svona stillti FH upp í byrjun leiksins

Haraldur Einar, sem kom í FH frá Fram fyrir tímabil, er að stíga sín fyrstu skref í efstu deild. Hann átti lélegan leik í gær, leit mjög illa út í fyrsta markinu og svo var dæmd vítaspyrna á hann. Honum var kippt af velli í hálfleik. Hversu miklu myndi það breyta fyrir hann að hafa reyndan miðvörð við hliðina á sér? Mann sem er með staðsetningar og annað á hreinu fyrir þessa tilteknu stöðu? Mann sem getur leiðbeint honum? Það myndi örugglega gera helling.

Gummi Kristjáns hefur spilað stöðu miðvarðar í nokkur ár núna en það er líklega ekki hægt að segja að hann þekki þá stöðu út og inn. Það er skrítið að hafa hann og óreyndan vinstri bakvörð í hjarta varnarinnar, það er ekki blanda sem er vænleg til árangurs.

Ólafur og Haraldur tengdu ekki vel í leiknum og hefðu Eyjamenn getað nýtt sér það til að skora fleiri mörk.


Ólafur út úr stöðu og Haraldur áttar sig ekki á því sem er að gerast í kringum hann. Úr verður dauðafæri og þarna á Halldór Jón að gera fyrsta mark ÍBV en Atli Gunnar ver vel.



Þarna fær svo ÍBV annað dauðafæri. Vinna boltann hátt upp á vellinum og Ólafur er lengi að koma sér í rétta stöðu. Úr verður færi en þeir ná ekki að nýta sér það.

Af hverju sótti FH ekki Brynjar Gauta Guðjónsson í glugganum? Mann sem þekkir það að spila í hjarta varnarinnar og hefur sannað það að hann getur það á hæsta stigi hér á landi. Hann fór í Fram í sumarglugganum og hefur bundið vörnina saman þar.


Brynjar Gauti Guðjónsson.

FH er að fá á sig að meðaltali tvö mörk í leik og vörnin er langt frá því að vera sannfærandi.

Af hverju var það ekki í forgangi fyrir mót að ná í miðvörð með reynslu? Af hverju var það ekki í forgangi í sumarglugganum? Það þarf að setja stór spurningamerki við það. Það hefði hjálpað liðinu mikið að fá inn rödd þar sem getur skipulagt varnarleikinn innan vallar.

Annað mark ÍBV í gær er í raun hlægilegt.


Sjáið alla FH-ingana í teignum. Þeir eru fjölmargir, en það er enginn að taka ábyrgð. Það eru flestir þarna bara að gera eitthvað.


Boltinn kemur fyrir. Matthías, fyrirliðinn, er með tvo og Eiður Aron skorar. Á myndinni eru 4-5 FH-ingar sem eru bara að horfa á.

Þeir FH-ingar sem undirritaður hefur talað við hafa minnst á að það vanti leiðtoga. Týpu eins og Davíð Þór Viðarsson, sem var lengi vel fyrirliði. Mann sem er rödd inn á vellinum og sér um að leikmenn taki ábyrgð. Þarna - í þessu marki - er augljóst að það vantar, sérstaklega varnarlega.

Einnig má setja stórt spurningamerki við það af hverju FH er ekki búið að sækja sér nýjan markvörð.

Gunnar Nielsen var einn af slakari markvörðum Bestu deildarinnar í fyrra. Þegar litið er á 'prevented goals' tölfræðina sem mælir það hversu mikið af mörkum markvörður er að koma í veg fyrir miðað við gæði marktilrauna sem koma á rammann, þá var hann með -3,14. Í sumar hefur sú tölfræði aðeins versnað hjá honum, 3,85. Hann er í 18. sæti af 21 sem hafa spilað í marki í deildinni í sumar.

Stór hluti stuðningsmanna FH virðast orðnir mjög pirraðir á því hversu slakur Gunnar er búinn að vera og vilja sjá breytingu.


Gunnar Nielsen.

Vantar jafnvægi í hópinn
Þegar litið er yfir leikmannahóp þá er augljóst að blandan er frekar skrítin.

Í hópnum eru margir ungir leikmenn sem eru ekki með mikla reynslu á bakinu og svo eru eldri leikmenn með meiri reynslu. En það er eiginlega enginn millivegur farinn í þessu. Það er enginn leikmaður í hópnum sem er fæddur á milli 1991 og 1999. Það er enginn á því bili.

Það vantar jafnvægi í þennan hóp og getur maður ímyndað sér að það er ekki endilega auðvelt fyrir yngri leikmennina að tengja við þá sem eldri eru.

„Megnið af eldri leikmönnum eru tveimur árum eldri. Það eru mikið af gæðaleikmönnum sem hafa farið. Það er mikið af ungum og efnilegum leikmönnum sem hafa ekki nógu mikla reynslu enn. Bilið á milli þeirra reyndari og yngri er of mikið. Svo er spurning með jafnvægi í hópnum," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, eftir tapið gegn ÍBV í gær.

FH-ingar eru með næst hæsta meðalaldurinn af öllum liðum deildarinnar. Bestu lið deildarinnar, Víkingur og Breiðablik, eru með yngri lið og betri blöndu heilt yfir.

Það eru fleiri eldri leikmenn í FH og gera FH-ingar eflaust kröfu á að eldri leikmennirnir stigi upp en svo hefur það sannarlega ekki verið í sumar. Ef miða á við frammistöðu í sumar þá eru margir af þessum eldri og reynslumeiri leikmönnum bara komnir niður hæðina: Eggert Gunnþór Jónsson, Matthías Vilhjálmsson, Steven Lennon og fleiri.


Matthías Vilhjálmsson:

Ömurlegt fram á við
Tölfræðin er ekki alslæm að mörgu leyti. FH-ingar eru mikið með boltann og eru í þriðja sæti í deildinni hvað það varðar. En þeim virðist ekki líða sérstaklega vel samt með boltann og önnur lið virðast tilbúin að leyfa þeim að vera með boltann.

Þeir eru ekki að koma sér í mörg færi og hvað varðar skottilraunir þá eru aðeins Leiknir, Fram og ÍA með færri tilraunir að meðaltali í leik. FH-ingar eru búnir að reyna flestar sendingar af öllum liðum í deildinni en megnið af sendingunum virðist vera til hliðar. Í gær reyndi FH alls rúmlega 400 sendingar en 214 þeirra voru til hliðar eða til baka.

ÍBV reyndi 234 sendingar í gær og þar af voru 50 á síðasta þriðjungi vallarins. Til samanburðar þá átti FH 64 sendingatilraunir inn á síðasta þriðjungi vallarins.

Það meikar ekki sens að vera með boltann ef þú ætlar ekki að gera neitt við hann, en þannig hefur þetta svolítið verið hjá FH í sumar, það er alls ekki mikið að frétta á síðasta þriðjungi vallarins.

Kristinn Freyr Sigurðsson, mest skapandi leikmaður liðsins, átti aðeins 17 sendingar í gær og var hann lítið í því að fá boltann ofarlega á vellinum í góðum stöðum. Þegar það gerðist þá voru möguleikarnir ekki til staðar, eða ekki nýttir.


Kristinn Freyr ber boltann upp, kemur honum út á vinstri kant og reynir svo að bjóða sig í svæði.



Í staðinn er boltinn sendur til baka í öryggið. Engin áhætta tekin.

Síðan Eiður Smári Guðjohnsen tók við liðinu þá hefur FH aðeins tekist að vinna xG bardagann einu sinni og það var gegn Breiðabliki í leik þar sem þeir voru lengst af einum fleiri. Það segir til um að þeir eru aldrei að skapa hættulegri færi en andstæðingurinn, þrátt fyrir að vera alltaf jafnmikið eða meira með boltann í þessum leikjum.


Kristinn Freyr Sigurðsson.

Eins andlaust og það verður
Það tekur á að tapa mikið og þú getur orðið vanur því að tapa. Þegar horft er á FH í dag, þá er eins og þeir séu orðnir vanir því að tapa.

Það er búið að berja þá svo mikið niður að þeir eru bara farnir að taka því. Liðið bítur nánast aldrei frá sér eftir að hafa lent undir, það er enginn karakter í þessu. Í gær settu Eyjamenn tóninn strax með tveimur færum snemma leiks og náði FH ekki að svara því, þeir mættu ekki almennilega til leiks.


Þarna vinna Eyjamenn boltann með því að vera ákveðnari. Stundum snýst þetta bara um það. Úr verður frábært færi. Stuttu síðar koma tvö mörk og FH-ingar slegnir

Eitt stærsta vandamálið er að FH skortir sjálfstraust og þeir þora ekki. Það virðist vera lítið hugrekki í þessu liði, mikið af sendingum til baka og til hliðar. Allavega var það þannig í gær.

„Maður er gjörsamlega orðlaus að horfa á þessa frammistöðu í fyrri hálfleik," sagði Baldur Sigurðsson, fyrrum leikmaður FH, í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gær. Þeir töluðu um það í þættinum að það snerist mikið um hugarfar að spila í Eyjum.

„Þeir geta haldið áfram að skipta um þjálfara eins og þeir vilja, en aðalvandamálið er að það er algjört ábyrgðarleysi í þessu liði. Frammistaða lykilmanna er skelfileg," sagði Máni Pétursson. „Það er ekkert að frétta þarna."

„Það er 100 prósent að FH er á leiðinni niður," sagði Máni en hann er ekki hrifinn af því hvernig leikmenn eru að mæta til leiks hjá Fimleikafélaginu.

Það er ekki lengur gaman að vera í FH. Það væri líklega góð hugmynd að ráða íþróttasálfræðing þarna inn til þess komast til botns í þessum vandamálum og hjálpa leikmönnum að ná sér upp úr þessum dimma dal sem þeir eru augljóslega í.

Sjá einnig:
„Mönnum er bara drullusama, það er engin ákefð og enginn karakter"

Er FH virkilega á leið niður?
Máni segir að FH sé 100 prósent á leið niður og það er erfitt að sjá eitthvað annað eins og staðan er núna. Menn virðast sigraðir. Þeir voru ekki tilbúnir í baráttuna í Eyjum í gær. Verða þeir tilbúnir að berjast fyrir lífi sínu þegar deildinni verður skipt? Eins og staðan er núna, þá nei.

Raunveruleikurinn er eins og martröð fyrir Fimleikafélagið, þeir eru einu stigi frá fallsvæðinu - frá Leikni, en Leiknismenn eiga tvo leiki til góða.


Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH.

FH þarf að líta inn á við og skoða hvernig þeir komust í þessa stöðu. Hvað þurfi að gera til þess að laga hana því FH stefna félagsins er að vera á allt öðrum stað en þessum. „Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, kom með yfirlýsingar í vikunni um að FH væri á leiðinni til Vestmannaeyja í stríð og lofaði að það sæist á liði sínu í þessum leik enda búið að minna á það stöðugt á æfingum vikunnar. Þegar út í alvöruna var komið var ljóst að herinn sem ofurstinn tefldi fram hafði engan áhuga á verkefninu og virtist að það færi lítið í skapið á mönnum að fá á sig mörk ítrekað í fyrri hálfleiknum. Það virkar eins og Eiður Smári nái ekki til liðsins svo þeir spili eins og menn í svona mikilvægu verkefni," skrifaði Hafliði Breiðfjörð í skýrslu sinni frá Vestmannaeyjum í gær.

Eiður Smári, sem tók við liðinu af Óla, virðist ekki ná til liðsins en það er ekki hægt að skella allri skuldinni á hann.

„Það er erfitt að koma höndum á hvers vegna staðan er svo slæm og hún er í Hafnarfirði, þó er ljóst að vandamálið er ekki bundið við Eið Smára og hans þjálfarateymi sem hefur bara fengið þrjú stig, og skorað þrjú mörk, í fyrstu átta leikjum sínum. Það gekk vissulega betur hjá Ólafi Jóhannessyni forvera hans en þó bara örlítið betur. Ólafur er núna á miklu flugi með Val og enn á ný að sanna gæði sín. FH-ingar þurfa líklega að fara að líta mun ofar í fæðukeðjuna næst þegar mönnum verður skipt út."

„Leikmannahópurinn er gríðarlega illa samsettur og það má til dæmis horfa á hver er það sem sér um að velja leikmenn í svona hóp. Tvö þjálfaraskipti á hverju ári undanfarin ár hjálpar heldur ekki til að mynda stöðugleika. Hvar liggur ábyrgðin þar? Hinn almenni félagsmaður ætti kannski að mæta á næsta aðalfund og láta til sín taka?" skrifaði Hafliði jafnframt.

Fimleikafélagið er ekki lengur það stórveldi í íslenskum fótbolta sem þeir voru einu sinni.

Í dag er FH bara í bullandi fallbaráttu og þurfa heldur betur að rífa sig sig upp af rassinum, ætli þeir að spila í deild þeirra Bestu á næsta ári.


Fer FH niður?
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner