Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 16. september 2019 22:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Kristins ekki á því sjálfur að hann sé besti þjálfarinn
Leikmenn KR gáfu Rúnari flugferð eftir leikinn í kvöld.
Leikmenn KR gáfu Rúnari flugferð eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson stýrði í kvöld KR til Íslandsmeistaratitils. Hans þriðji Íslandsmeistaratitill sem þjálfari félagsins.

Gary Martin, sóknarmaður ÍBV, skrifaði á Twitter eftir sigur KR á Vals að það væri engin spurning um hver væri besti þjálfari landsins, það væri Rúnar Kristinsson.

Rúnar var spurður að því í viðtali í kvöld hvort hann væri sjálfur á því máli að hann væri besti þjálfari landsins.

„Nei, ég er það ekki. Við eigum marga góða þjálfara. Þetta snýst ekki um að vera bestur, þetta snýst um að það smelli allt. Þú þarft að hafa heppnina með þér, þú þarft að hafa góða leikmenn, meiðsli, leikbönn, dómar til eða frá. Þetta þarf að falla með þér. Við erum búnir að vera jafnastir," sagði Rúnar.

Viðtalið við hann í heild sinni má sjá hér að neðan.
Rúnar Kristins hrærður: Vildum klára þetta sjálfir
Athugasemdir
banner
banner