Stórleikur Vals og KR fer fram í kvöld klukkan 19:15 á Hlíðarenda. Leikurinn er liður í 22. umferð Bestu-deildar karla sem er síðasta umferð fyrir tvískiptingu. Búið er að opinbera byrjunarliðin.
Lestu um leikinn: Valur 4 - 1 KR
Síðasti leikur Vals var eftirminnilegur leikur gegn Víkingum, þar sem Valsarar glötuðu niður tveggja marka forystu og endaði leikurinn 3-2 Víkingum í vil.
Túfa gerir fimm breytingar frá þeim leik.
Inn í byrjunarliðið koma þeir Jakob Franz, Albin Skoglund, Hörður Ingi, Kristinn Freyr og Lúkas Logi.
Aron Jóhannson og Hólmar Örn eru báðir í leikbanni og eru því utan hóps.
Síðasti leikur KR var einnig gegn Víkingum, var það frestaður leikur sem spilaður var síðastliðinn föstudag, KR tapaði leiknum 0-3.
Óskar Hrafn, þjálfari KR gerir þrjár breytingar á liði sínu frá þeim leik.
Inn í liðið koma þeir Atli Sigurjónsson, Jóhannes Kristinn Bjarnason og Finnur Tómas Pálmason.
Byrjunarliðin má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Byrjunarlið Valur:
31. Ögmundur Kristinsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
3. Hörður Ingi Gunnarsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
14. Albin Skoglund
17. Lúkas Logi Heimisson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Jakob Franz Pálsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson
Byrjunarlið KR:
12. Guy Smit (m)
2. Ástbjörn Þórðarson
3. Axel Óskar Andrésson
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Benoný Breki Andrésson
11. Aron Sigurðarson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
17. Luke Rae
23. Atli Sigurjónsson
29. Aron Þórður Albertsson
Athugasemdir