Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   mán 16. september 2024 22:52
Brynjar Ingi Erluson
Enn verður bið á endurkomu fyrirliðans
Mynd: Getty Images
Reece James, fyrirliði Chelsea á Englandi, mun ekki koma við sögu hjá liðinu á næstunni, en Sun segir að að enn verði einhver bið á endurkomu hans.

Englendingurinn hefur glímt við erfið meiðsli undafarin tvö ár, bæði aftan í læri og á hné.

Á síðustu leiktíð náði hann aðeins að koma við sögu í tíu deildarleikjum og í heildina rúmar 400 mínútur vegna meiðsla aftan í læri.

Varnarmaðurinn hefur verið í strangri endurhæfingu í sumar og gaf hann sjálfur vísbendingu um það að hann væri að snúa aftur á völlinn er hann birti mynd af sér vera að hlaupa á æfingasvæði Chelsea.

Sun segir þó að læknateymi muni ekki gefa James grænt ljós á að spila strax. Þar kemur fram að engin ný meiðsli hafa komið upp, en að teymið sé ekki nógu ánægt með endurhæfinguna.
Athugasemdir
banner
banner
banner