Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 16. september 2024 13:10
Elvar Geir Magnússon
Helgi Mikael dæmir í Frakklandi og Twana í Noregi
Helgi Mikael Jónasson.
Helgi Mikael Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Mikael Jónasson dæmir leik PSG og Girona í Evrópukeppni unglingaliða en leikurinn verður á miðvikudaginn í París.

Honum til aðstoðar verða þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Eysteinn Hrafnkelsson.

Fleiri dómarar í Bestu deildinni eru á faraldsfæti um þessar mundir.

Í kvöld mun Twana Kalid Ahmed dæma leik Stabæk og Raufoss í næst efstu deild karla í Noregi. Þórður Arnar Árnason verður annar af aðstoðardómurum leiksins.

Leikurinn er liður í norrænu dómaraskiptunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner