Portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo var ekki með Al Nassr í Meistaradeild Asíu í kvöld en félagið segir að hann sé að glíma við veikindi.
Al Nassr gerði 1-1 jafntefli við Al Shorta frá Írak í kvöld og var Ronaldo ekki í hópnum.
Félagið greindi frá því að Ronaldo hafi greinst með vírus og var því tekin ákvörðun um að spila honum ekki.
Al Nassr vonast þó eftir því að hann verði klár fyrir næsta deildarleik sem er gegn lærisveinum Steven Gerrard í Al Ettifaq um helgina.
Cristiano Ronaldo has been diagnosed with a viral infection and will not be travelling with Al Nassr to Iraq, the club has confirmed ????? pic.twitter.com/nuuQEnDg0R
— 433 (@433) September 16, 2024
Athugasemdir