Íslenska U19 landsliðið er að spila við það skoska í fyrstu umferð fyrir undankeppni EM á næsta ári.
Ísland og Skotland eru í erfiðum riðli ásamt Frakklandi þar sem tvær þjóðir komast áfram í næstu umferð undankeppninnar, en Frakkar unnu 7-0 gegn Kasakstan í dag.
Það eru því góðar líkur á því að Ísland og Skotland muni berjast um annað sæti riðilsins og að markatalan úr leikjunum gegn Kasakstan og Frakklandi ráði niðurlögum þar - nema öðru hvoru liðinu takist að gera sigurmark hér í dag.
Ísland mætir Frakklandi í næstu umferð og svo Kasakstan í lokaumferð riðlakeppninnar.
Horfðu á leikinn í beinni útsendingu
Athugasemdir