Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
   mán 16. desember 2024 13:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Unnur Dóra í Þrótt (Staðfest)
Mynd: Þróttur
Unnur Dóra Bergsdóttir er gengin í raðir Þróttar og gerir hún þriggja ára samning við félagið. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net var talsverður áhugi á leikmanninum en hún endaði á að semja við Þrótt.

Unnur Dóra hefur verið í lykilhlutverki á Selfossi síðustu ár og var fyrirliði uppeldisfélagsins.

Hún er fædd árið 2000 og á að baki þrjá leiki með íslensku landsliðunum, einn þeirra er skráður A-landsleikur og tveir með U23 landsliðinu. Alls á hún að baki 163 KSÍ leiki og í þeim hefur hún skorað 18 mörk.

Á liðnu tímabili spilaði Unnur Dóra alla 18 leiki Selfoss í Lengjudeildinni og skorað þrjú mörk.

„Unnur Dóra er miklvæg viðbót við okkar leikmannahóp, hún er sterkur leikmaður með góða reynslu enda hefur hún verið í fararbroddi hjá Selfyssingum til margra ára. Unnur Dóra á eftir að falla vel inn í hóp okkar Þróttar og styrkja liðið í Bestu deildinni á komandi tímabili. Við bjóðum Unni velkomna í Þrótt," segir Kristján Kristjánsson sem er formaður knattspyrnudeildar Þróttar.

Unnur Dóra er þriðji leikmaðurinn sem Þróttur sækir í vetur.

Þróttur
Komnar
Þórdís Elva Ágústsdóttir frá Växjö
Mist Funadóttir frá Fylki
Unnur Dóra Bergsdóttir frá Selfossi
Hildur Laila Hákonardóttir frá KR (var á láni)
Íris Una Þórðardóttir frá Fylki (var á láni)

Farnar
Leah Pais til Kanada

Samningslausar
Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (2001)
Þórey Hanna Sigurðardóttir (2008)
Elín Metta Jensen (1995)
Athugasemdir
banner
banner