„Þetta voru án nokkurs vafa stærstu úrslit tímabilsins til þessa hjá Arsenal," segir Oli Price-Bates, hlaðvarpsstjórnandi og sérfræðingur BBC um málefni Arsenal.
Hann er þar að tala um 2-0 sigur Arsenal gegn Tottenham á sunnudaginn en Arsenal er nú með átta stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Hann er þar að tala um 2-0 sigur Arsenal gegn Tottenham á sunnudaginn en Arsenal er nú með átta stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
„Arsenal var án útisigurs gegn Tottenham í níu ár en frammistaðan og úrslitin á sunnudag sýna hvernig þetta Arsenal lið er miklu erfiðara viðureignar en þau sem á undan hafa komið."
„Það voru hetjulegar fammistöður um allan völl en það var frammistaða Oleksandr Zinchenko sem kjarnaði frammistöðu Arsenal á tímabilinu."
„Hann færðist inn á miðsvæðið frá vinstri bakverðinum og það hjálpaði okkur að stýra leiknum. Hann átti 61 sendingu, næstflestar allra á vellinum. Öryggi hans á boltanum smitast í gegnum allt liðið og gerir okkur kleift að ráða ferðinni."
„Arsenal hefur einnig verið gagnrýnt fyrir lítinn baráttuanda í fortíðinni. Zinchenko er grannur og ekki hár í loftinu en hann vann fimm af sex einvígjum á jörðinni og öll fjögur einvígi sín í loftinu. Í ljósi þess að hann var keyptur frá helstu keppinautum Arsenal um titilinn þá ætti að vera að ræða um Úkraínumanninn sem ein bestu kaup sumarsins," segir Price-Bates en Zinchenko kom frá Manchester City fyrir tímabilið.
„Eftir að hafa misst af Mudryk þá þarf Arsenal nú að tryggja sér tvö eða þrjú ný andlit til að tryggja það að titilbaráttan eyðileggist ekki vegna skorts á breidd."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 36 | 25 | 8 | 3 | 83 | 37 | +46 | 83 |
2 | Arsenal | 36 | 18 | 14 | 4 | 66 | 33 | +33 | 68 |
3 | Newcastle | 36 | 20 | 6 | 10 | 68 | 45 | +23 | 66 |
4 | Man City | 36 | 19 | 8 | 9 | 67 | 43 | +24 | 65 |
5 | Chelsea | 36 | 18 | 9 | 9 | 62 | 43 | +19 | 63 |
6 | Aston Villa | 36 | 18 | 9 | 9 | 56 | 49 | +7 | 63 |
7 | Nott. Forest | 36 | 18 | 8 | 10 | 56 | 44 | +12 | 62 |
8 | Brentford | 36 | 16 | 7 | 13 | 63 | 53 | +10 | 55 |
9 | Brighton | 36 | 14 | 13 | 9 | 59 | 56 | +3 | 55 |
10 | Bournemouth | 36 | 14 | 11 | 11 | 55 | 43 | +12 | 53 |
11 | Fulham | 36 | 14 | 9 | 13 | 51 | 50 | +1 | 51 |
12 | Crystal Palace | 36 | 12 | 13 | 11 | 46 | 48 | -2 | 49 |
13 | Everton | 36 | 9 | 15 | 12 | 39 | 44 | -5 | 42 |
14 | Wolves | 36 | 12 | 5 | 19 | 51 | 64 | -13 | 41 |
15 | West Ham | 36 | 10 | 10 | 16 | 42 | 59 | -17 | 40 |
16 | Man Utd | 36 | 10 | 9 | 17 | 42 | 53 | -11 | 39 |
17 | Tottenham | 36 | 11 | 5 | 20 | 63 | 59 | +4 | 38 |
18 | Ipswich Town | 36 | 4 | 10 | 22 | 35 | 77 | -42 | 22 |
19 | Leicester | 36 | 5 | 7 | 24 | 31 | 78 | -47 | 22 |
20 | Southampton | 36 | 2 | 6 | 28 | 25 | 82 | -57 | 12 |
Athugasemdir