Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   þri 17. mars 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dalot: Bruno verður goðsögn
Diogo Dalot, bakvörður Manchester United, telur að landi sinn, Bruno Fernandes, eigi eftir að verða goðsögn hjá Manchester United.

Fernandes var keyptur frá Sporting Lissabon í Portúgal fyrir 46,6 milljónir punda í janúar og hefur farið mjög vel af stað með United. Hann var valinn leikmaður febrúar mánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Dalot var í viðtali við hlaðvarp Manchester United og þar sagði bakvörðurinn: „Hann er topp náungi, og topp leikmaður. Hann verður goðsögn."

„Hann er ótrúlegur og getur orðið betri. Hann á eftir að læra mikið hjá þessu félagi."
Athugasemdir
banner