Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   mán 16. mars 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Bruno Fernandes leikmaður mánaðarins
Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, hefur verið valinn leikmaður febrúar mánaðar í ensku úrvalsdeildinni

Portúgalinn kom til Manchester United frá Sporting Lisabon í lok janúar á 46,6 milljónir punda og byrjaði dvöl sína áEnglandi af krafti.

Hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö í þremur leikjum í febrúar.

„Ég er ánægður með byrjunina hjá mér en núna þarf ég að gefa í og gera ennþá betur," sagði Fernandes.

Marcos Alonso, Pierre-Emerick Aubameyang, Dominic Calvert-Lewin, Matt Doherty og Nick Pope voru einnig tilnefndir en Fernandes vann verðlaunin.

Athugasemdir
banner
banner