Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   fim 17. apríl 2025 20:02
Brynjar Ingi Erluson
Þrjú félög í baráttunni um Grealish
Mynd: EPA
Aston Villa, Newcastle United og Tottenham eru öll sögð hafa mikinn áhuga á því að fá enska vængmanninn Jack Grealish frá Manchester City í sumar.

Grealish kom til Man City frá Aston Villa fyrir 100 milljónir punda árið 2021.

Hann hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Pep Guardiola á leiktíðinni og er hann sagður vera alvarlega að íhuga framtíð sína hjá félaginu.

Fichajes segir áhugann mikinn á Grealish en þrjú ensk úrvalsdeildarfélög koma til greina; Aston Villa, Newcastle og Tottenham.

Grealish á sterk tengsl við Aston Villa. Hann er uppalinn hjá félaginu og gæti vel hugsað sér að snúa aftur þangað en líkurnar eru hins vegar meiri á að Newcastle spili í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Man City er opið fyrir tilboðum í Grealish, sem hefur aðeins byrjað sjö deildarleiki, á tímabilinu.
Athugasemdir
banner