Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 17. maí 2022 11:45
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 6. umferð - Með sífelldar árásir á bakverðina
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mosfellingarnir í Breiðabliki halda áfram að fara á kostum og Jason Daði Svanþórsson er leikmaður 6. umferðar eftir mark og tvær stoðsendingar í 3-0 útisigri gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings.

„Tölurnar tala sínu máli, mark og tvær stoðsendingar í kvöld og var bara frábær á hægri kantinum og átti stóran þátt í því að Blikarnir voru hættulegir í síðari hálfleiknum," skrifaði Arnar Laufdal í skýrslu um leikinn.

Blikar hafa átt fullkomna byrjun á tímabilinu og eru með fullt hús að loknum sex umferðum.

„Þessi leikmaður er ótrúlega skemmtilegur og spennandi að sjá hversu hátt þakið á honum er," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu þar sem valið var opinberað.

„Þeir eru ótrúlega lukkulegir að hann hafi ekki stokkið á þetta Sogndal tilboð í vetur. Hann er búinn að vera flottur í öllum leikjunum, alltaf iðinn og alltaf klár. Hann er alltaf mættur þegar boltinn er laus. Hann er alltaf að búa til vesen," segir Sæbjörn Steinke.

„Það eru líka þessar sífelldu árásir á bakverðina. Þeir eru alltaf með skítinn í buxunum þegar hann kemur. Ef boltinn er tekinn af honum þá er hann bara mættur aftur og svo aftur. Hann getur slúttað með hægri og vinstri og er yndislegur leikmaður á að horfa," segir Tómas Þór.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 6. umferðar

Leikmenn umferðarinnar:
5. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
4. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
3. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Stefánsson (ÍA)
1. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Innkastið - Enginn á séns í Blika og fallfnykur í Breiðholti og Eyjum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner