Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fös 17. maí 2024 22:17
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo með stoðsendingu í jafntefli gegn meisturunum
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo lagði upp eina mark Al Nassr í 1-1 jafntefli gegn meisturunum í Al Hilal í sádi-arabísku deildinni í kvöld.

Ronaldo, sem er einu marki frá því að jafna markamet deildarinnar, lagði upp mark Al Nassr fyrir Otavio eftir aðeins 23 sekúndur.

Stoðsendingin var einföld. Ronaldo var með boltann fyrir utan teig, lagði hann til hliðar á Otavio sem þrumaði boltanum í samskeytin.

Ronaldo fékk urmul af færum til að skora í leiknum en brást bogalistin.

Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir uppbótartíma síðari hálfleiks skoruðu gestirnir frá Al Hilal úr vítaspyrnu. Aleksandar Mitrovic var yfirvegaður á punktinum og sá til þess að sínir menn færu heim með stig.

Al Hilal var búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir þennan stórslag, en þessi lið mætast aftur í úrslitum konungsbikarsins síðar í þessum mánuði.


Athugasemdir
banner