ÍR-ingar hafa komið mörgum á óvart í Lengjudeildinni í sumar. Liðið situr í 4. sæti deildarinnar og spila við Keflvíkinga í Mjóddinni á morgun. Með sigri og öðrum hagstæðum úrslitum gætu Breiðhyltingar farið upp í 2. sætið.
Rétt í þessu var Breiðholtsliðið að tilkynna Gils Gíslason sem nýjan leikmann félagsins. Gils er fæddur árið 2007 og spilar sem vinstri kantmaður.
Gils kemur á láni út tímabilið frá Bestu deildarliði FH en þar á hann 1 meistaraflokksleik. Gils kom inn á í 2-1 tapi FH gegn ÍA fyrir tveimur árum í Bestu deildinni. En hann er yngsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi.
Hafnfirðingurinn á auk þess tvo leiki fyrir U17 ára landsliðið og hefur skorað í þeim tvö mörk. Einnig á hann tvo leiki fyrir U15 ára landsliðið og skorað í þeim tvö mörk.
Í tilkynningu ÍR segir: „Við bjóðum Gils velkominn í Breiðholtið og hlökkum til að sjá hann spila í hvítu og bláu.“