Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. ágúst 2022 11:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ljóst að það verður allavega ein stór breyting frá EM
Icelandair
Dagný Brynjarsdóttir og Þorsteinn Halldórsson ræða málin.
Dagný Brynjarsdóttir og Þorsteinn Halldórsson ræða málin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallbera er hætt í fótbolta.
Hallbera er hætt í fótbolta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á föstudaginn verður landsliðshópur kvenna tilkynntur fyrir leikina tvo sem eru framundan í september.

Þetta eru leikirnir tveir sem skera úr um það hvort Ísland fari beint á HM eða ekki. Íslenska liðið er að reyna að komast á HM í fyrsta sinn í sögunni.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, mun kynna hóp sinn fyrir leikina tvö í hádeginu á föstudag. Leikirnir eru á móti Hvíta-Rússlandi og Hollandi.

Ísland er í góðum möguleika á að komast á mótið. Það eru allar líkur á því að liðið muni taka sigur gegn Hvíta-Rússlandi og þá er það bara úrslitaleikur við Holland þar sem jafntefli kemur til með að duga til að vinna riðilinn.

Leikurinn gegn Hvíta-Rússlandi er 2. september á Laugardalsvelli og leikurinn gegn Hollandi 6. september í Utrecht í Hollandi.

Verða margar breytingar á hópnum?
Síðasta verkefni landsliðsins var Evrópumótið í Englandi þar sem stelpurnar okkar töpuðu ekki leik en komust samt því miður ekki áfram.

Það verður áhugavert að sjá hvort það verði margar breytingar á hópnum fyrir komandi verkefni.

Það er allavega ljóst að það verður ein stór breyting. Hallbera Guðný Gísladóttir, sem byrjaði alla leikina í vinstri bakverði á Evrópumótinu, er hætt í fótbolta og kemur nýr leikmaður inn í hópinn í staðinn fyrir hana. Líklegt er að Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir taki stöðu hennar í vinstri bakverðinum.

Hægt er að skoða hópinn sem fór á EM með því að smella hérna

Leikirnir sem eru framundan:
2. september gegn Hvíta-Rússlandi (Laugardalsvöllur)
6. september gegn Hollandi (Stadion Galgenwaard)
Athugasemdir
banner
banner