Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
banner
   fim 17. október 2024 17:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spilar Ísland heimaleik á Spáni?
Icelandair
Úr leik Íslands og Tyrklands á dögunum.
Úr leik Íslands og Tyrklands á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst hvert liðið og stuðningsmenn þurfa að ferðast í mars á næsta ári.
Óvíst hvert liðið og stuðningsmenn þurfa að ferðast í mars á næsta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Formaðurinn Þorvaldur Örlygsson.
Formaðurinn Þorvaldur Örlygsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru mjög miklar líkur á því að Ísland spili umspilsleiki í Þjóðadeildinni í mars næstkomandi. Ísland er í 3. sæti riðilsins þegar tvær umferðir eru eftir og getur endað í 2.-4. sæti í honum.

Umspilið yrði tveggja leikja einvígi, líklegast um að halda sér í B-deildinn eða, ef allt gengur upp, um að komast upp í A-deildina. Ef allt hins vegar fer á versta veg endar Ísland í neðsta sæti riðilsins og fellur sjálfkrafa niður í C-deild. Stöðuna í riðlinum má sjá neðst.

Að spila heima og að heiman í mars er alltaf bras fyrir Ísland, sérstaklega þegar völlurinn er ekki orðinn klár eftir undirlagsbreytingar. Í dag hófust framkvæmdir á Laugardalsvelli en leggja á hybrid-gras á völlinn, blöndu af venjulegu grasi og gervigrasi. Völlurinn verður upphitaður en það hefur hann ekki verið til þessa.

Nýr völlur verður ekki tilbúinn í mars, svo mikið er víst, en KSÍ hefur ekki tekið ákvörðun um hvar leikirnir verða spilaðir. Fótbolti.net ræddi við formann KSÍ, Þorvald Örlygsson.

„Það er ekkert ákveðið hvar heimaleikurinn yrði spilaður. UEFA er meðvitað um aðgerðirnar hér á Laugardalsvelli. Við munum skoða hvar við spilum eftir því hver drátturinn verður," segir Toddi.

Eitthvað hefur heyrst að heimaleikur Íslands gæti farið fram í Murcia á Spáni.

„Það er ekkert komið fast, menn hafa hent einhverjum hugmyndum á milli. Það verður allavega ekki spilað á Laugardalsvelli."

Eru einhverjar líkur á að það fengist leyfi til að spila á Kópavogsvelli?

„Við höfum verið í sambandi við UEFA alveg frá því í vor um að við værum að fara í þessar framkvæmdir á Laugardalsvelli og það væru ýmsar hindranir varðandi. Við förum í samræður við þá um leikstað núna í framhaldinu. UEFA hefur verið mjög hjálplegt og opið með allt. Þegar menn sjá að það sé verið að gera eitthvað í málunum þá eru menn hjálplegri," segir Toddi.

Dregið verður í umspilið 22. nóvember. Rétt á undan því spilar íslenska liðið lokaleiki sína í riðlinum; gegn Svartfjallalandi og Wales ytra.
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner