Í dag, klukkan 15:00, verður fyrsta skóflustungan að nýjum grasfleti á Laugardalsvelli tekin.
Formaður KSÍ, borgarstjóri og ráðherra íþróttamála taka fyrstu skóflustungur að nýjum leikfleti á vellinum.
Síðasti leikurinn á vellinum í núverandi mynd var spilaður síðasta mánudagskvöld þegar Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi í Þjóðadeildinni.
Það á að setja hybrid-gras, blöndu af náttúrulegu grasi og gervigrasi, á völlinn til þess að hægt sé að spila á honum lengur inn í árið. Einnig á að setja hita undir hann.
Fram kom á RÚV í gær að það væru framtíðaráform um að færa grasið nær aðalstúkunni, taka hlaupabrautina í burtu og byggja stúku hringinn í kringum völlinn.
Athugasemdir