Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 18. febrúar 2020 21:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Haaland skorað í fyrsta leik í öllum keppnum
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Norska undrabarnið Erling Braut Haaland er búinn að koma Borussia Dortmund yfir gegn Paris Saint-Germain í leik sem er núna í gangi í Meistaradeildinni.

Þessi 19 ára gamli sóknarmaður var keyptur til Dortmund frá Salzburg í janúar hefur skorað tíu mörk í fyrstu sjö keppnisleikjum með Dortmund.

Hann er þá búinn að skora í fyrsta leik sínum í öllum keppnum sem hann hefur tekið þátt í með Dortmund; þýsku úrvalsdeildinni, þýska bikarnum og Meistaradeildinni.

Mark Haaland má sjá hérna.

Nú hefur Haaland alls skorað níu mörk í Meistaradeildinni á tímabilinu, hann gerði átta með Salzburg í riðlakeppnini fyrir áramót.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner