Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. febrúar 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Ógnarsterkt lið Liverpool
Van Dijk og Gomez eru í hjarta varnarinnar.
Van Dijk og Gomez eru í hjarta varnarinnar.
Mynd: Getty Images
Haaland byrjar gegn PSG.
Haaland byrjar gegn PSG.
Mynd: Getty Images
Liverpool stillir upp sínu sterkasta byrjunarliði gegn Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikurinn fer fram á Wanda Metropolitano-vellinum, þar sem Liverpool vann Meistaradeildina á síðasta tímabili.

Aðeins ein breyting er á byrjunarliði Liverpool í kvöld og liðinu sem vann Tottenham 2-0 í úrslitum Meistaradeildarinnar 1. júní á síðasta ári. Joe Gomez byrjar við hlið Van Dijk, ekki Matip. Gomez og Van Dijk hafa verið mjög traustir saman undanfarnar vikur.

Diego Simeone, þjálfari Atletico, gerir tvær breytingar frá jafnteflinu gegn Valencia um síðustu helgi. Vrsaljko og Lemar koma inn í byrjunarliðið.

Diego Costa byrjar á bekknum hjá Atletico.

Byrjunarlið Atletico: Oblak, Vrsaljko, Savic, Felipe, Lodi, Koke, Saul, Thomas, Lemar, Correa, Morata.
(Varamenn: Adan, Gimenez, Hermoso, Llorente, Vitolo, Carrasco, Costa)

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Van Dijk, Gomez, Robertson, Fabinho, Henderson, Wijnaldum, Mane, Salah, Firmino.
(Varamenn: Adrian, Milner, Keita, Oxlade-Chamberlain, Minamino, Origi, Matip)

Haaland og Neymar byrja
Í Þýskalandi mætast Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain. Erling Braut Haaland er fremsti maður hjá Dortmund.

Hjá PSG koma Neymar og Kylian Mbappe inn í liðið. Hvorugur þeirra var með í 4-4 jafntefli gegn Amiens í frönsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Neymar var að glíma við meiðsli, en er búinn að jafna sig.

Byrjunarlið Dortmund: Bürki, Guerreiro, Hummels, Zagadou, Piszczek, Can, Hakimi, Hazard, Sancho, Haaland.
(Varamenn: Hitz, Akanji, Dahoud, Schulz, Schmelzer, Reyna, Götze)

Byrjunarlið PSG: Navas, Meunier, Silva, Kimpembe, Kursawa, Marquinhos, Verratti, Gueye, Mbappe, Neymar, Di Maria.
(Varamenn: Rico, Kehrer, Cavani, Icardi, Sarabia, Draxler, Kouassi)

Báðir leikirnir hefjast klukkan 20:00.

20:00 Dortmund - PSG (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Atletico Madrid - Liverpool (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner