Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   þri 18. mars 2025 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal í viðræður við Saka
Mynd: EPA
Arsenal er að fara í viðræður við Bukayo Saka um nýjan samning samkvæmt heimildum BBC.

Saka er algjör lykilmaður hjá Arsenal og hefur liðið saknað hans í meiðslunum sem hann hefur glímt við síðustu mánuði.

Það styttist í að hann snúi aftur á völlinn og gera Arsenal menn sér vonir um að hann geti tekið þátt í leikjunum gegn Real Madrid í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Hann er 23 ára enskur kantmaður sem samkvæmt heimildum Transfermarkt á rúmlega tvö ár eftir af sínum samningi.

Saka hefur skorað níu mörk og lagt upp þrettán í 24 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner