Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 18. september 2019 19:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær kannast við Rúnar - Vildi fá hann til Molde
Rúnar Már í landsleik.
Rúnar Már í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vildi fá Rúnar Már Sigurjónsson þegar hann var þjálfari hjá Molde í Noregi.

Prosports í Kasakstan vitnar í Solskjær, en Íslendingavaktin vakti athygli á þessu.

Solskjær þjálfaði Molde fyrst frá 2011 til 2014 og síðan frá 2015 til 2019. Í desember í fyrra var hann ráðinn stjóri til bráðabirgða hjá Manchester United, félaginu sem hann spilaði fyrir sem leikmaður um 11 ára skeið frá 1996 til 2007. Hann var í mars ráðinn í starfið til frambúðar.

Man Utd mætir á morgun Astana í Evrópudeildinni. Með Astana leikur íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson. Hann er mikill stuðningsmaður Manchester United.

„Við höfum skoðað síðustu leiki Astana og höfum við lagt sérstaka áherslu á Evrópuleiki þeirra. Þetta lið er mjög sterkt á heimavelli. Það eru góðir leikmenn í liðinu og kannast ég vel við Rúnar Sigurjónsson. Við vildum fá hann þegar ég var hjá Molde," sagði Solskjær.

Rúnar, sem er 29 ára, gekk í raðir Astana í júní, en hann var áður á mála hjá St. Gallen og Grasshopper í Sviss. Þar áður lék hann í Svíþjóð með Sundsvall.
Athugasemdir
banner
banner
banner