Búið er að fresta leik Víðis og Kára í 2. deildinni en liðin áttu að mætast á morgun.
Ástæðan er sú að einstaklingur smitaður af kórónuveirunni var í líkamsræktinni í íþróttahúsinu á Akranesi á þriðjudag.
Allir sem fóru í ræktina þann dag eru nú í tímabundinni sóttkví þangað til að þeir fá niðurstöðu úr skimunum.
Ástæðan er sú að einstaklingur smitaður af kórónuveirunni var í líkamsræktinni í íþróttahúsinu á Akranesi á þriðjudag.
Allir sem fóru í ræktina þann dag eru nú í tímabundinni sóttkví þangað til að þeir fá niðurstöðu úr skimunum.
Nokkrir leikmenn Kára fóru í ræktina umræddan dag og þar sem þeir eru í sóttkví hefur leiknum á morgun verið frestað.
Þá er einnig búið að fresta leik ÍA og Stjörnunnar í 2. flokki í kvöld af sömu ástæðu.
Athugasemdir