Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. október 2020 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aguero ekki refsað - Gunnar Jarl hrósar Massey-Ellis
Sergio Aguero.
Sergio Aguero.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero, sóknarmanni Manchester City, verður ekki refsað fyrir atvik sem átti sér stað í 1-0 sigri á Arsenal í gær.

Undir lok fyrri hálfleiks þá var Aguero eitthvað ósáttur og ræddi við aðstoðardómarann Sian Massey-Ellis, sem þykir afar fær í sínu starfi sem aðstoðardómari í ensku úrvalsdeildinni.

Aguero lét það ekki nægja að ræða við Massey-Ellis heldur setti hendina aftan á háls hennar. Massey-Ellis var auðsjáanlega ekki ánægð með þetta.

Það er bannað fyrir leikmenn að leggja hendur á dómara og hefur Aguero verið harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum.

Guardian segir frá því að Aguero verði ekki refsað af enska knattspyrnusambandinu.

Gunnar Jarl hrósar Massey-Ellis
Gunnar Jarl Jónsson, einn besti dómari sem Ísland hefur átt, telur að Massey-Ellis hafi tæklað atvikið rétt.

„Er algjörlega ósammála meirihluta Twitter með að refsa eigi Aguero fyrir viðbrögð sín við Sian Massey. Massey er einn færasti aðstoðardómari England, á milli þeirra ríkir gagnkvæm virðing. Hún dæmt yfir 40-50 leiki eflaust hjá honum á ferlinum," skrifar Gunnar Jarl á Twitter.

„Fyrir mína parta sýnir hún styrk sinn, hunsar hann, ýtir honum aðeins frá sér og hunsar hann aftur. Auðvitað á að taka umræðuna, þetta er aldrei í lagi og óviðeigandi en hún dílar frábærlega við þetta. Gerir ekki athugasemd við þetta og sleppir að láta dómarann vita."

„Starfaði með Massey árið 2013, fáránlegur fagmaður fram í fingurgóma og það vita leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Hún les rétt í aðstæður þó rétt sé að láta Aguero heyra það. En tek það fram, ekki í lagi að snerta dómara en það er dómara líka að lesa í aðstæður og meta þær," skrifar Gunnar Jarl á Twitter.

Sjá einnig:
Guardiola segir Aguero indælasta náunga sem hann þekki


Athugasemdir
banner
banner