Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 18. október 2020 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola segir Aguero indælasta náunga sem hann þekki
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur komið sóknarmanninum Sergio Aguero til varnar eftir atvik sem kom upp í sigri City gegn Arsenal í gær.

Undir lok fyrri hálfleiks þá var Aguero eitthvað ósáttur og ræddi við aðstoðardómarann Sian Massey-Ellis, sem þykir afar fær í sínu starfi sem aðstoðardómari í ensku úrvalsdeildinni.

Aguero lét það ekki nægja að ræða við Massey-Ellis heldur setti hendina aftan á háls hennar. Massey-Ellis var auðsjáanlega ekki ánægð með þetta.

Það er bannað fyrir leikmenn að leggja hendur á dómara og hefur Aguero verið harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum.

Suzy Wrack, sem skrifar um kvennabolta fyrir The Guardian skrifar á Twitter: „Ég hef séð mikið af fólki segja að þetta gerist mikið við karladómara líka. Það er auðvitað rangt líka, þú átt aldrei að snerta dómara. En ástæðan fyrir því að konur eru sérstaklega ósáttar yfir þessu atviki er vegna þess að við erum leiðar á því að vera snertar á óviðeigandi hátt."

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, kom Aguero til varnar.

„Sergio er indælasti náungi sem ég þekki. Leitið að öðrum vandamálum, ekki þessu," sagði Guardiola við fjölmiðlamenn.


Athugasemdir
banner
banner