Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. nóvember 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Merson hrósar Wilder í hástert: Verður að vera í umræðunni
Chris Wilder.
Chris Wilder.
Mynd: Getty Images
Paul Merson.
Paul Merson.
Mynd: Getty Images
Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, vill að Lundúnafélagið íhugi að ráða Chris Wilder, stjóra Sheffield United, ef Unai Emery verður rekinn.

Arsenal hefur byrjað leiktíðina afar illa en liðið er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 17 stig, 17 stigum á eftir toppliði Liverpool. Liðið hefur ekki unnið deildarleik síðan 6. október

Stuðningsmenn Arsenal eru allt annað en sáttir með spilamennskuna undir stjórn Emery og hafa gagnrýnisraddirnar verið að hækka.

Þó virðist Spánverjinn hafa stuðning frá stjórnarmönnum og leikmönnum.

Wilder hefur verið að gera flotta hluti með Sheffield United, sem eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni. Sheffield United er sem stendur í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Chris Wilder hefur verið að gera frábæra hluti með Sheffield United og á einhverjum tímapunkti skilið að fá mjög stórt starf," sagði Merson við Daily Star.

„Við ættum öll að vera að tala um hann núna, en það er ekki verið að gera það. Kannski er nafnið hans of enskt? Skoðið það sem hann hefur afrekað."

„Hann náði góðum árangri með Oxford og Northampton. Tvö erfið störf, og hann er búinn að koma Sheffield United í ensku úrvalsdeildina."

„Það er ekki eins og þeir séu alltaf að halda hreinu með því að henda 10 mönnum fyrir aftan boltann. Þeir eru eitt sterkasta varnarlið deildarinnar og eru í leiðinni að spila skemmtilegan fótbolta."

„Ég sá þá spila gegn Arsenal og það var aðeins eitt lið sem vissi hvað það var að gera. Arsenal hafði ekki hugmynd. Sheffield United er vel þjálfað lið."

„Stjórar eins og Unai Emery (Arsenal) og Manuel Pellegrini (West Ham) eru undir pressu, og allt í lagi, þú veist aldrei hvort að knattspyrnustjóri sé tilbúinn að taka stórt skref upp á við."

„En Chris Wilder verður að vera í umræðunni næst þegar stórt starf losnar. Hann á það skilið," sagði Merson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner