Rashford langar til Barcelona - City búið að finna Belga fyrir De Bruyne - Kounde til Chelsea - Diaz til Sádí Arabíu eða Barcelona
banner
   sun 19. janúar 2025 10:00
Elvar Geir Magnússon
Pedri: Þurfum líklega að vinna rest
Mynd: EPA
Vonir Barcelona um að vinna spænska meistaratitilinn fara þverrandi en liðið gerði 1-1 jafntefli gegn fallbaráttuliði Getafe í gær. 1-1 enduðu leikar en Getafemenn hafa reynst Börsungum erfiður ljár í þúfu síðustu ár.

Barcelona er án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum og situr í þriðja sæti, fimm stigum frá toppnum.

„Við þurfum líklega að vera fullkomnir og vinna alla leikina sem eru eftir til að eiga möguleika á að vinna La Liga," sagði Pedri eftir leik.

„Það er alltaf erfitt að spila gegn Getafe. Þeir verjast aftarlega og það er flókið að mæta þeim. En við komumst yfir og hefðum átt að verja forystu okkar betur."

Barcelona á Meistaradeildarleik gegn Benfica í þessari viku en næsti leikur í spænsku deildinni er gegn Valencia.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 24 15 6 3 52 23 +29 51
2 Atletico Madrid 24 14 8 2 39 16 +23 50
3 Barcelona 23 15 3 5 64 25 +39 48
4 Athletic 24 12 9 3 37 21 +16 45
5 Villarreal 24 11 8 5 47 35 +12 41
6 Vallecano 23 9 8 6 27 24 +3 35
7 Mallorca 24 10 4 10 23 30 -7 34
8 Osasuna 24 7 11 6 29 33 -4 32
9 Betis 24 8 8 8 30 31 -1 32
10 Sevilla 24 8 7 9 29 34 -5 31
11 Girona 24 9 4 11 32 35 -3 31
12 Real Sociedad 24 9 4 11 20 23 -3 31
13 Getafe 24 7 9 8 20 18 +2 30
14 Celta 24 8 5 11 35 38 -3 29
15 Leganes 24 5 9 10 22 35 -13 24
16 Espanyol 24 6 6 12 23 36 -13 24
17 Valencia 24 5 8 11 25 38 -13 23
18 Las Palmas 24 6 5 13 29 41 -12 23
19 Alaves 24 5 7 12 28 38 -10 22
20 Valladolid 24 4 3 17 15 52 -37 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner