mið 19. febrúar 2020 11:45
Elvar Geir Magnússon
Haaland sagði við Solskjær í desember að hann vildi fara í Man Utd
Haaland hefur farið á kostum hjá Dortmund.
Haaland hefur farið á kostum hjá Dortmund.
Mynd: Getty Images
Erling Haaland sagði Manchester United í desember að hann vildi ganga í raðir félagsins. Nokkrum vikum síðar hafði hann skipt um skoðun.

Norski sóknarmaðurinn var einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu í síðasta mánuði.

The Athletic segir að þessi 19 ára leikmaður hafi sagt Ole Gunnar Solskjær að hugur sinn væri að ganga í raðir United.

United fundaði með Haaland í Salzburg þann 13. desember og taldi félagið að það væri nánast búið að landa honum.

Haaland ákvað hinsvegar að fara til Borussia Dortmund þar sem hann hefur blómstrað. Talið er að á endanum hafi Meistaradeildin ráðið lokaákvörðun leikmannsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner