Ísland 1 - 1 Pólland
0-1 Filip Karmelita ('29)
0-1 Tómas Óli Kristjánsson, víti klúðrað ('54)
1-1 Tómas Óli Kristjánsson ('90)
0-1 Filip Karmelita ('29)
0-1 Tómas Óli Kristjánsson, víti klúðrað ('54)
1-1 Tómas Óli Kristjánsson ('90)
Íslenska U17 landslið karla mætti heimamönnum í Póllandi í fyrsta leik seinni umferðar undankeppninnar fyrir EM í sumar í dag.
Pólska liðið tók forystuna á 29. mínútu þegar Filip Karmelita kom boltanum í netið. Pólverjar leiddu í leikhléi og á 54. mínútu fékk íslenska liðið tækifæri til að jafna þegar Bryan De Jongh braut á Gunnari Orra Olsen inn á vítateig pólska liðsins. Tómas Óli Kristjánsson steig á punktinn en Jakub Zielenski í marki Póllands sá við honum.
De Jongh var svo aftur brotlegur í uppbótartíma þegar hann braut á Tómasi Óla inn á vítateig. Tómas Óli steig aftur á punktinn og í þetta skiptið skoraði hann. Tómas átti eitthvað ósagt við markvörð pólska liðsins og fékk gult spjald eftir markið. Bæði lið áttu tilraunir í lok leiks en inn vildi bolinn ekki og liðin fengu sitt stigið hvort.
Íslenska liðið átti fleiri tilraunir í leiknum en það var nokkuð mikið jafnræði með liðunum.
Íslenska liðið mætir næst Belgíu laugardaginn 22. mars klukkan 13:00 og Írlandi þriðjudaginn 25. mars klukkan 13:00.
Athugasemdir